fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Skúli og stjórn WOW air sýknuð af 18,5 milljón evra skaðabótakröfu fjárfesta

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. júní 2025 15:55

Skúli Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fyrrverandi stjórnendur flugfélagsins WOW air af skaðabótakröfu fjárfesta að fjárhæð 18,5 milljónir evra, sem samsvarar um 2,8 milljörðum íslenskra króna.

Málið var höfðað af ellefu aðilum, meðal annars fjárfestingasjóðum frá Bandaríkjunum, Noregi og Íslandi, sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW air sem lauk í september 2018, þar á meðal Kviku eignastýring ehf. og GAMMA Capital Management hf. Stefnendur töldu að stjórnendur félagsins hefðu vanrækt upplýsingaskyldu sína og leynt fjárhagslegum vanda félagsins á þeim tíma sem útboðið fór fram.

Alls söfnuðust 50,15 millj­ón­ir evra í útboðinu, þar af rúm­ur helm­ing­ur frá fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem tengd­ust WOW air og eig­anda þess nán­um bönd­um.

Stefndu í málinu voru Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, auk annarra stjórnarmanna sem voru þau Liv Bergþórsdóttir, Helga Hlín Hákonardóttir, Davíð Másson og Basil Ben Baldanza, sem nú er látinn.

Hin stefndu neituðu alfarið sök í málinu og sögðu að allar ákvarðanir hefðu byggst á þeim upplýsingum sem tiltækar voru á þeim tíma. Jafnframt var bent á að umfangsmiklar viðræður við fjárfesta hafi átt sér stað fram á síðustu stundu áður en félagið fór í þrot í mars 2019.

Í stuttu máli féllst dómurinn ekki á að sýnt hafi verið fram á orsakasamband milli háttsemi stjórnenda og tjóns fjárfestanna og þar með var engin skaðabótaskylda. Lagt var til grundvallar að stjórnendur hefðu ekki haft forsendur til að lýsa félagið gjaldþrota við skuldabréfaútboðið. Því voru allir stefndu sýknaðir af kröfum stefnenda.

Var stefnendum gert að greiða stefndu málskostnað sameiginlega, alls 28 milljónir króna.

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm