fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Fréttir

Orri er látinn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 10. júní 2025 14:23

Orri Harðarson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Harðar­son, tón­list­armaður og rit­höf­und­ur, er látinn, 52 ára að aldri.

Orri lést á Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands á Akra­nesi 7. júní síðastliðinn, banamein hans var krabbamein sem hann greindist með í byrjun árs.

Orri skilur eftir sig tvær dætur, Karólínu, 14 ára og Birgittu Ósk, 11 ára.

Orri fædd­ist á Akra­nesi 12. des­em­ber 1972 og ólst þar upp. For­eldr­ar hans eru Hörður Ó. Helga­son, fyrrverandi skóla­meist­ari og knatt­spyrnuþjálf­ari, og Sigrún Sig­urðardótt­ir, fyrrverandi lækna­rit­ari.

Eftir Orra liggja fimm sólóplötur og þrjár bækur. Orri gaf út sína fyrstu plötu tví­tug­ur að aldri. Orri hlaut ýms­ar viður­kenn­ing­ar fyrir verk sín, meðal annars Íslensku tón­list­ar­verðlaun­in. Árið 2017 var hann útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar.

Árið 2008 sendi Orri frá sér sína fyrstu bók, Alka­sam­fé­lagið, og hlaut fyr­ir hana Fræðslu- og vís­indaviður­kenn­ingu Siðmennt­ar. Árið 2014 kom út skáldsagan Stund­ar­fró, og tveim­ur árum síðar End­ur­fund­ir. 

Í febrúar héldu vinir og ættingjar Orra styrktartónleika fyrir hann og dætur hans.

Sjá einnig: Einstök Orrahríð – Ást í lofti og ryk í augum á styrktartónleikum á Skaganum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að Rússar hafi afhent Úkraínumönnum lík rússneskra hermanna í nýlegum skiptum

Segir að Rússar hafi afhent Úkraínumönnum lík rússneskra hermanna í nýlegum skiptum
Fréttir
Í gær

Guðmundur lýsir ótrúlegu þekkingarleysi: Leiðsögumaður spurði hvar allt hestakjötið væri

Guðmundur lýsir ótrúlegu þekkingarleysi: Leiðsögumaður spurði hvar allt hestakjötið væri
Fréttir
Í gær

Þjálfari fór í hart við Fimleikafélagið Björk

Þjálfari fór í hart við Fimleikafélagið Björk
Fréttir
Í gær

Brúður skotin til bana í blóðugri skotárás í Suður-Frakklandi – Árásarmenn á flótta

Brúður skotin til bana í blóðugri skotárás í Suður-Frakklandi – Árásarmenn á flótta