fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 3. maí 2025 17:00

Össuri er skemmt yfir óförum Sjálfstæðisflokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í sjálfseyðingarleiðangri þrátt fyrir að vera með nýja forystu. Ekki sé því skrýtið að Kristrún Frostadóttir og Samfylkingin mælist svo vel.

„Frá því skipt var um forystu í Sjálfstæðisflokknum í vetur hafa helstu forystukonur hans, Guðrún Hafsteinsdóttir og Hildur Sverrisdóttur, formaður þingflokksins, leitt flokkinn í pólitíska ófrægingarherferð á hendur Kristrúnu Frostadóttur – sem „hrútakofi“ Moggans að hætti Trumps forseta uppnefnir „K-Frost“,“ segir Össur í færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Það á væntanlega að ýta undir að hún sé köld manneskja en ekki hlýr alþýðuforingi.“

Engu að síður sýna skoðanakannanir að Samfylkingin og Kristrún séu vinsæl. Mælist flokkurinn með 29 prósenta fylgi, það langmesta á landinu. Össur telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sinn þátt í þessu.

„Í þessu efni hefur hvað rekið annað, fáheyrðar og ítrekaðar ásakanir frá formanni þingflokksins um að Kristrún ljúgi að þinginu, og nú síðast sérstakar yfirheyrslur yfir forsætisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem voru svo fáránlegar, og innistæðulausar, að gekk fram af fólki,“ segir hann. „Undir nýrri forystu hefur Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta sinn í sögunni gert það að sérstakri listgrein að hreiðra um sig í botnleðju íslenskra stjórnmála.“

Heiðrún Lind móti málflutninginn

Sjálfstæðisflokkurinn hjakki í sama fylgisfarinu, og reyndar sígi heldur niður á við, á meðan Kristrún komi með „flying colours“ út úr sínum fyrstu mánuðum í stól forsætisráðherra. Hún uppskeri með fylgisbætingu úr 20,8 prósentum í 29,4, eða um 40 prósent.

„Kristrún er vissulega einstakur leiðtogi, og sannarlega ber Valkyrjustjórnin nafn með rentu: Hún virkar frískleg, glöð og vinnusöm,“ segir Össur. „En gengi Samfylkingarinnar undir forystu Kristrúnar má efalítið líka skýra að hluta með því hversu lélegur Sjálfstæðisflokkurinn er, og dómgreindarlaus, í stjórnarandstöðu. Hann hefur sett sig í forystu í tveimur málum, sem reynslan er að leiða fram, að eru líklega vitlausustu málin sem hann gat fundið.“

Fyrir utan persónulegar árásir á vinsælan og trúverðugan forsætisráðherra þá hafi Sjálfstæðisflokkurinn tekið sér í fang að tala máli sægreifanna gegn mjög hóflegum hækkunum veiðigjalda.

„Hann hefur varið fáránlegan málflutning þeirra, ekki síst auglýsingar sem misbjóða bæði greind og réttlætiskennd almennings. Það er engu líkara en Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri sægreifasamtakanna og „besta vinkona aðal“ móti málflutning flokksins frá degi til dags,“ segir Össur.

Minni á Alþýðubandalagið

Hvergi örli á umræðu um prinsipp eða stefnumál Sjálfstæðisflokksins, séu þau yfirhöfuð til í dag, heldur aðeins lagt í persónulegan leðjuslag við forsætisráðherra og vörn fyrir sérhagsmuni örfámenns hóps sægreifa sem ekki séu á flæðiskeri staddir.

„Þetta er ekki hægt að kalla annað en sjálfseyðingarleiðangur. Satt að segja er allsendis óvíst að Sjálfstæðisflokkurinn nái sér upp á næstu árum – ef nokkru sinni. Hann talar inn í eigin bergmálshelli og minnir mig í því efni æ meir á Alþýðubandalagið á sínum tíma,“ segir hann að lokum. „Við þessar aðstæður er það hárrétt ákvörðun hjá Áslaugu Örnu að láta sig hverfa úr þessum vitleysisgangi, sem henni greinilega ofbýður, og halda til Bandaríkjanna til náms. Tímasetningarnar eru athyglisverðar. Hún snýr til baka nógu snemma til að geta metið stöðuna fyrir næsta landsfund án þess að bera ábyrgð á henni. Hver veit nema tími „bardagakindarinnar“ eigi eftir að koma?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Miðaði á dimmiterandi menntskælinga

Miðaði á dimmiterandi menntskælinga
Fréttir
Í gær

„Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“ 

„Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“