fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Ekki hæfur til að vera úti meðal almennings – Kallaði lögreglumenn „aumingja“ og „fagga“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. maí 2025 07:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm gista í fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina, þar af tveir eftir að hafa verið ógnandi í garð lögreglumanna.

Í miðborginni var tilkynnt um tvo menn sem voru með ógnandi tilburði við bar. Annar þeirra hafði sig á brott eftir tilmæli frá lögreglu en hinn byrjaði að æsa sig meira við afskiptum lögreglu og var hann því handtekinn. Í skeyti lögreglunnar nú í morgunsárið kemur fram að hann hafi streist mikið á móti lögreglumönnum og fékk hann að gista í fangaklefa fyrir brot á lögreglusamþykkt.

Þá var tilkynnt um mann í miðborginni sem óð út á götu og veittist að bifreið í umdæminu með höggum og spörkum. Að sögn lögreglu var farþegum bifreiðarinnar mjög brugðið. Hann fannst nærri vettvangi og var handtekinn.

Í skeyti lögreglu segir að hann hafi verið allsvakalega vímaður og ölvaður og var reynt að ræða við hann á lögreglustöð. Það gekk ekki vel og segir lögregla að hann hafi verið ógnandi og með óbeinar hótanir þar sem hann kallaði lögreglumenn ýmist „aumingja, „fagga“ eða „tíkur“. „Hann ekki í ástandi til að vera úti meðal almennings og því vistaður í klefa,“ segir í fréttaskeyti lögreglu.

Lögregla handtók svo erlendan einstakling fyrir of langa dvöl á landinu. Hann var ekki með vegabréf á sér, neitaði að gefa upp hvar það væri eða hvar dvalarstaður hans væri. Þá var hann með sölueiningar af meintum fíkniefnum í nærbuxum og sokkum ásamt peningum. Fékk hann pláss í fangaklefa í kjölfarið.

Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um nytjastuld á bifreið. Bifreiðin fannst síðar um kvöldið og sat einstaklingur í bifreiðinni. Búið var að setja önnur skráningarnúmer á hana en áttu að vera. Maðurinn játaði þjófnaðinn bæði á bifreiðinni og skráningarnúmerunum. Var hann vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segja Ásdísi ekki skilja stjórnskipulag bæjarins sem hún stýrir

Segja Ásdísi ekki skilja stjórnskipulag bæjarins sem hún stýrir
Fréttir
Í gær

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands verður lögð niður

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands verður lögð niður
Fréttir
Í gær

Ökumaður á Akureyri mældist með alkóhól í útblæstri eftir að hafa borðað súrdeigsbrauð – „Ég hef aldrei drukkið“

Ökumaður á Akureyri mældist með alkóhól í útblæstri eftir að hafa borðað súrdeigsbrauð – „Ég hef aldrei drukkið“
Fréttir
Í gær

Ekkja og synir látins manns tókust á um séreignasparnað og túlkun kaupmála

Ekkja og synir látins manns tókust á um séreignasparnað og túlkun kaupmála