Margrét var húsmóðir og ráðherrafrú en eftirlifandi eiginmaður hennar er Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Margrét fæddist þann 3. apríl 1955 og ólst upp á Stóru-Reykjum og gekk í Þingborgarskóla. Þaðan lá leiðin í Gagnfræðaskólann á Selfossi og svo í Húsmæðraskólann í Reykjavík.
Guðni og Margrét eignuðust þrjár dætur; Brynju (1973), Agnesi (1976) og Sigurbjörgu (1984).
Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að ævistarf Margrétar á fyrri árum hafi verið ýmis þjónustu- og umönnunarstörf á Selfossi og í Reykjavík. Hún fylgdi svo Guðna í störfum hans sem embættismaður.
Margrét og Guðni héldu heimili bæði á Selfossi og í Reykjavík og festu kaup á íbúð í miðbæ Selfoss þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Þau voru nýlega flutt aftur til Reykjavíkur þegar hún lést.