fbpx
Þriðjudagur 27.maí 2025
Fréttir

Rússar eru komnir með nýtt ofurvopn og Úkraínumenn fá það fljótlega

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. maí 2025 21:30

Rússneskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa eignast nýtt vopn sem maður gæti einna helst haldið að hafi verið fengið úr vísindaskáldsögu. Þetta vopn gerir Úkraínumönnum lífið mjög leitt á vígvellinum. En Úkraínumenn eru líklega ekki langt frá að eignast samskonar vopn og það sama gildir um Kínverja.

Vopnið er eiginlega eins og tekið út úr tölvuleik sem snýst um dapra framtíðarsýn. Þetta er dróni sem flytur aðra dróna innanborðs og sleppir þeim síðan yfir vígvellinum eða varnarlínum óvinarins.

Að sögn úkraínskra hermanna láta Rússar þessa „móðurskipsdróna“ fljúga að varnarlínum þeirra þar sem þeir sleppa litlu drónunum sem er síðan stýrt með gervigreind. Það þarf því ekki eins mikil afskipti „flugstjóra“ sem stýrir drónanum úr stjórnstöð fjarri vígvellinum og með hefðbundna dróna.

Drónar hafa gjörbreytt stríðsrekstrinum og stækkað það svæði sem er hættulegt að vera á. Áður var talið að hættusvæðið næði 5-8 kílómetra frá fremstu víglínu en nú telja Úkraínumenn það ná 15 kílómetra frá víglínunni.

Úkraínumenn vinna að smíði „móðurskipsdróna“ og Kínverjar einnig. Það er því ljóst að slíkir drónar munu skipta miklu máli á vígvöllum í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hljóðupptökur afhjúpa Rússa – Hvetja hermenn til að drepa Úkraínumenn sem gefast upp

Hljóðupptökur afhjúpa Rússa – Hvetja hermenn til að drepa Úkraínumenn sem gefast upp
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rekstur kísilversins á Bakka stöðvaður tímabundið – 80 sagt upp

Rekstur kísilversins á Bakka stöðvaður tímabundið – 80 sagt upp