fbpx
Þriðjudagur 27.maí 2025
Fréttir

Pútín stendur frammi fyrir valkreppu og á engan valkost

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. maí 2025 03:15

Pútín á engra kosta völ í þessum efnum. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sterkustu stuðningsmenn Vladímír Pútíns í stríðinu gegn Úkraínu eru rússneskir öfgaþjóðernissinnar og þeir eru svo sannarlega áhrifamiklir.

Pútín vantar fólk til að efla rússneskt efnahagslíf þar sem er mikill skortur á starfsfólki í lægst launuðu störfin, til dæmis í byggingariðnaðinum, við akstur strætisvagna og sem sendla.

Hann vantar líka fólk til að halda á vopnum í fremstu víglínu í Úkraínu.

Það er einmitt í þessu samhengi sem Pútín glímir við valkreppu og það gerir Rússland í heild sinni einnig. Staðan er einfaldlega sú að það er ekki nóg af innfæddum Rússum til að mæta þessari mannaflaþörf og alls ekki í ljósi þess hvernig lýðfræðileg þróun hefur verið í Rússlandi á síðustu árum.

Pútín hefur því neyðst til að taka við fólki frá hinum svokölluðu ”Stan”-löndum í Mið-Asíu. Þetta eru lönd á borð við Úsbekistan, Kasakstan, Kirgisistan og Tadjíkistan.

En þetta þýðir um leið að Pútín getur ekki haldið fast í mjög þrönga og þjóðernissinnaða innflytjendastefnu sína en öfgaþjóðernissinnar hafa verið öflugir talsmenn hennar. Það eru þessar sömu raddir sem eru áköfustu stuðningsmenn stríðsins í Úkraínu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) um rússneska herinn.

Í samtali við TV2 sagðist Flemming Splidsboel, sérfræðingur hjá Dansk Institut for International Studier (DIIS), vera þessu sammála en hann fylgist náið með þróun mála í Rússlandi.

Splidsboel sagði að þetta sé vandi, sem Pútín hafa enga lausn á núna. Það eina sem sé hægt að gera, sé að taka á móti innflytjendum því það sé þörf fyrir þá, það sé enginn valkostur.

Hann sagði að hörðustu andstæðingar innflytjenda í Rússlandi séu harðir þjóðernissinnar sem leggja áherslu á rússneskan uppruna, rússnesku, hefðbundin gildi og rússnesku kirkjuna. Þeir telja að Úkraína hafi sett sig upp á móti Rússlandi og þess vegna sé innrásin lögmæt. „Sumir þeirra myndu ganga svo langt að segja að Úkraínumenn séu bara Rússar, sem hafa gleymt að vera Rússar,“ sagði Splidsboel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Margrét Hauksdóttir er látin

Margrét Hauksdóttir er látin
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rekstur kísilversins á Bakka stöðvaður tímabundið – 80 sagt upp

Rekstur kísilversins á Bakka stöðvaður tímabundið – 80 sagt upp
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússar eru komnir með nýtt ofurvopn og Úkraínumenn fá það fljótlega

Rússar eru komnir með nýtt ofurvopn og Úkraínumenn fá það fljótlega