Einn er látinn eftir að eldur kviknaði í íbúð fjölbýlishúss í vesturbæ Reykjavíkur í morgun, en tilkynning um eldinn barst kl. 10.10. Þrír voru í íbúðinni og voru hinir fluttir á slysadeild, en annar þeirra er alvarlega slasaður. Mikill viðbúnaður var á vettvangi, en síðan tók við eldsupptakarannsókn tæknideildar lögreglu.
„Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningu lögreglu.