Mikil sprenging varð í húsi í bænum La Laguna á Tenerife um kl. 23 í gærkvöld. Sprengingin olli miklum eldi í viðkomandi húsi og brak úr húsinu flaug út á götu.
Er slökkvilið kom á vettvang reyndist ógjörningur að komast inn í húsið vegna elds og reyks.
Orsakir sprengingarinnar eru ókunnar en unnið er að rannsókn málsins. Ein manneskja lést í sprengingunni en ekki hefur verið gefið upp hver það er.
Svæðið í kringum húsið hefur verið afgirt og hættuástandi aflýst.
Nánar er fjallað um málið á Canarian Weekly og þar má sjá myndband af eldsvoðanum.