fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. maí 2025 13:07

Snærós Sindradóttir.Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Snærós Sindradóttir hyggst nú miðla af reynslu sinni og kynnir til leiks námskeið sem hún ætlar að halda í haust um rannsóknar- og sögu hlaðvörp. 

Þrjú námskeið verða í boði á bilinu september til desember og býður Snærós skráningarafslátt nú í maí. 

„Lesist með djúpri kvikmyndatrailer röddu:Frá konunni sem færði ykkur hin sívinsælu hlaðvörp um Joe Grimson og Heiðina…

Nei ég segi svona.

Kæru vinir, í hverri viku fæ ég fyrirspurnir frá hlaðvarpsþyrstu fólki sem vill að ég segi þeim fleiri sögur og opni fleiri dularfull mál. Ábendingar um mál sem fólk vill heyra hlaðvarp um eru endalausar. Við sum þeirra segi ég „Gerðu það sjálfur góði minn“ og fæ iðulega svarið: „Ég kann það ekkert“.

Jæja nú gefst tækifærið. Innblásin af afa mínum sem galopnaði verkfærakistu sína fyrir verðandi leikara, langar mig að gera slíkt hið sama og bjóða á námskeið í haust í gerð vandaðra rannsóknar- og söguhlaðvarpa. Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur.

Ég ætla að byrja að auglýsa þetta hér á síðunni minni og bjóða 17% afslátt fyrir þau sem skrá sig í maí. Mér þætti afskaplega vænt um að þið deilduð þessu sem víðast, bæði opinberlega og í einkaskilaboðum til allra þeirra sem gætu viljað læra að gera hlaðvarp af dýrari gerðinni.

Hlekkur á þetta föstudagsdropp að hætti Beyonce, í efstu athugasemd.“

Segir Snærós í færslu á Facebook.

Um námskeiðin segir á vefsíðu Snærósar:

5 vikna námskeið um gerð hlaðvarpa sem segja sannar sögur

Námskeiðin eru fámenn, mest 7 manna, og á þeim er farið ítarlega í öll undirstöðuatriðin sem þarf að kunna til að gera gott hlaðvarp sem byggir á handriti.

Þátttakendur læra að skrifa spennandi handrit, taka viðtöl, hvernig beita á góðum rannsóknaraðferðum, tæknileg útfærsluatriði, raddbeitingu og lestur og hvernig skapa á hljóðheim sem hentar viðfangsefninu.

Námskeiðin henta öllum þeim sem hafa áhuga á vandaðri hlaðvarpsþáttagerð. Námskeiðin er í flestum tilvikum hægt að fá niðurgreidd af stéttarfélögum. Hægt er að óska eftir greiðsludreifingu hjá kennara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Í gær

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út