fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Kirkjugarðar fá ekki tæpa milljón vegna grjóthleðslu

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 2. maí 2025 19:30

Frá Gufuneskirkjugarði. Mynd: Kirkjugarðar Reykjavíkur. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirskattanefnd hefur staðfest þá ákvörðun ríkisskattstjóra að kirkjugarðar ónefndrar sóknar fái ekki endurgreiddan virðisaukaskatt vegna vinnu við grjóthleðslugarð umhverfis kirkjugarð í sókninni en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að ríkissjóður hafi alfarið greitt fyrir garðinn.

Kirkjugarðarnir eru sjálfeignarstofnun og sóttu um endurgreiðsluna árið 2023. Upphæðin sem sótt var um var rétt undir einni milljón króna en virðisaukaskatturinn var greiddur af vinnu tveggja fyrirtækja við að hlaða garðinn, umhverfis kirkjugarðinn. Beiðni um endurgreiðslu var synjað á þeim grundvelli að kirkjugarðarnir væru ekki skráðir eigendur kirkjunnar, sem kirkjugarðurinn stendur við, í fasteignaskrá. Þar af leiðandi væri endurgreiðsla ekki heimil.

Kirkjugarðarnir kærðu ákvörðunina upphaflega í febrúar á síðasta ári til yfirskattanefndar sem felldi hana úr gildi á þeim grundvelli að málið hefði ekki verið nægilega rannsakað. Ríkisskattstjóri tók því málið fyrir að nýju en komst að sömu niðurstöðu í september 2024. Vísaði hann til þess að samkvæmt lögum sé ekki hægt að óska eftir endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu við mannvirki sem viðkomandi sé ekki skráður eigandi að og ennfremur yrði viðkomandi aðili að uppfylla skilyrði laga til þess að geta lagt slíka umsókn fram. Kirkjugarðurinn við umrædda kirkju væri heldur ekki skráður í fasteignaskrá. Taldi ríkisskattstjóri að lög um kirkjugarða breyttu engu um þetta þótt umræddir kirkjugarðar héldu öðru fram.

Skylda

Vísaði ríkisskattstjóri enn fremur til þess að samkvæmt lögum væri ekki hægt að fá virðisaukaskatt endurgreiddan ef um væri að ræða lögbundnar skyldur opinberra aðila. Hleðsla grjótgarðsins varðaði lögbundið verkefni enda hefði hún alfarið verið greidd úr ríkissjóði.

Kirkjugarðarnir, sem eru eins og áður segir sjálfseignarstofnun, stóðu hins vegar fast á því að þótt þeir væru ekki skráðir eigendur hins umrædda kirkjugarðs í fasteignaskrá þá væru kirkjugarðarnir eigendur samkvæmt lögum um kirkjugarða, enda væru slík mannvirki yfirleitt ekki skráð í fasteignaskrá. Hinar lögbundnu skyldur sem ríkisskattstjóri hafi vísað til lytu að aðföngum en ekki vinnu manna á byggingarstað og farið sé fram á endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnunni sem farið hafi í að hlaða garðinn. Í lögum um kirkjugarða komi heldur ekkert fram um skyldu til viðhalds.

Í niðurstöðu yfirskattanefndar er vísað til þess að í skattframkvæmd hafi starfsemi kirkjugarða verið talin hluti af starfsemi hins opinbera. Tekur nefndin undir það með ríkisskattstjóra að um hafi verið að ræða kostnað við aðföng sem varði lögbundnar skyldur opinberra aðila vegna byggingar mannvirkja og geti því ekki verið undanþeginn virðisaukaskatti. Tekur nefndin hins vegar á engan hátt undir með kirkjugörðunum um að sjónarmið þeirra eigi sér stoð í lögum um kirkjugarða. Þvert á móti sé samkvæmt lögunum rekstur kirkjugarða greiddur úr ríkissjóði án nokkurs fyrirvara. Lögin geri sömuleiðis ráð fyrir því að opinberir aðilar standi undir ýmsum útgjöldum sem telja megi til viðhalds og/eða endurbóta kirkjugarða. Því uppfylli kirkjugarðarinnar ekki skilyrði laga fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts.

Kröfum kirkjugarða í hinni ónefndu sókn um að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af vinnu við umræddan grjóthleðslugarð var því hafnað.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Í gær

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út