fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Kona föst inni á salerni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 09:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona festist inni á salerni skemmtistaðar í miðborg Reykjavíkur í nótt. Reyndist illmögulegt að opna dyrnar að salerninu þar sem hurðin var mjög þung. „Lögregla rauf hurðina með samþykki eiganda staðarins og var konan frelsinu fegin,“ segir í dagbók lögreglu þar sem greint er frá málinu.

Greint er frá 20 manna hópi ungmenna sem voru með ólæti í anddyri Laugardalslaugar. Hópurinn var ekki á leiðinni í sund heldur inni að „veipa“ og með almenn leiðindi við starfsfólk. Starfsmaður laugarinnar gerði ítrekaðar tilraunir til að vísa hópnum út en í síðustu tilraun sló ein stúlkan í hópnum starfsmanninn einu sinni í bringuna. Þegar lögregla koma á vettvang voru ungmennin farin. Að sögn starfsmanns var þetta þekktur krakkahópur sem hefur vanið komur sínar við helstu verslunarkjarna borgarinnar.

Maður tilkynnti að nágranni hefði stolið kettinum hans. Á vettvangi kom í ljós að maðurinn var ekki búinn að prófa að banka upp á hjá nágranna hans sem reyndist síðan ekki vera heima. Engar frekari aðgerðir lögreglu voru viðhafðar á vettvangi.

Bíll fór út af veginum í Heiðmörk. Ökumaður reyndist ölvaður og undir áhrifum fíkniefna. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós