fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Play hættir við flug til Pula í Króatíu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. apríl 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir viðskiptavinir Play sem bókuðu flug til Pula í Króatíu í sumar hafa fengið tilkynningu um að búið sé að aflýsa fluginu. Ekki er lengur hægt að bóka flug til Pula hjá Play.

Birgir Olgeirsson, sérfræðingur í almannatengslum hjá Play, segir að breytingar á flugvélakosti félagsins hafa leitt til óhjákvæmilegra breytingar á leiðakerfinu. „Við leigjum frá okkur fjórar vélar og tökum eina vél á leigu í sumar,“ segir Birgir, en bendir á að áfram sé flug til Split í Króatíu, sem er mjög vinsæll áfangastaður hjá Íslendingum.

„Ég vil líka geta þess að við erum með flugáætlun allt árið á vinsælustu áfangastaðina sem Íslendingar sækja, t.d. Tenerife, Alicante, Barcelona og Madrid. Úrvalið er endalaust hjá okkur,“ segir Birgir.

Þeir sem gengið hafa frá pöntun á flugi til Pula í sumar fá fargjaldið endurgreitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn
Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“