fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Play hættir við flug til Pula í Króatíu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. apríl 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir viðskiptavinir Play sem bókuðu flug til Pula í Króatíu í sumar hafa fengið tilkynningu um að búið sé að aflýsa fluginu. Ekki er lengur hægt að bóka flug til Pula hjá Play.

Birgir Olgeirsson, sérfræðingur í almannatengslum hjá Play, segir að breytingar á flugvélakosti félagsins hafa leitt til óhjákvæmilegra breytingar á leiðakerfinu. „Við leigjum frá okkur fjórar vélar og tökum eina vél á leigu í sumar,“ segir Birgir, en bendir á að áfram sé flug til Split í Króatíu, sem er mjög vinsæll áfangastaður hjá Íslendingum.

„Ég vil líka geta þess að við erum með flugáætlun allt árið á vinsælustu áfangastaðina sem Íslendingar sækja, t.d. Tenerife, Alicante, Barcelona og Madrid. Úrvalið er endalaust hjá okkur,“ segir Birgir.

Þeir sem gengið hafa frá pöntun á flugi til Pula í sumar fá fargjaldið endurgreitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Uppnám á Edition-hótelinu er brunavarnakerfi fór í gang

Myndband: Uppnám á Edition-hótelinu er brunavarnakerfi fór í gang
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði