fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Segir kennara hafa hafnað rúmlega 20 prósenta launahækkun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2025 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir fáránlegt að halda því fram að pólitík hafi sett strik í reikninginn í kjaradeilu kennara um helgina. Í samtali við Vísi segir Heiða að sveitarfélögin hafi um helgina verið tilbúin að sætta sig við verulegar kjarabætur sem hefði tryggt kennurum vel yfir 20 prósenta launahækkun á samningstíma.

Hún segir engan samningsvilja hafa verið hjá Kennarasambandinu.

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagðist í dag ekki upplifa heilindi í samningsvilja hins opinbera. Hann sagði við mbl.is í dag að um helgina hafi farið af stað „einhver pólitískur hráskinnaleikur“ og því hafi ekkert orðið af samningum um helgina þó svo að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi fallist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara.

Verkföll hófust að nýju í dag í 14 leikskólum og sjö grunnskólum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi