fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fréttir

Fleiri fylgjandi vegtollum en á móti í fyrsta sinn – Framsóknarmenn hrifnastir

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 17. febrúar 2025 16:07

Tollahliðið við Hvalfjarðargöngin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svipað hlutfall er fylgjandi og andvígt vegtollum á Íslandi, 43 prósent eru fylgjandi en 38 prósent eru á móti. Framsóknarmenn eru hrifnastir af vegtollum en Sósíalistar andvígastir.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.

Þegar gögnin eru greind sést að rúm 13 prósent eru mjög fylgjandi vegtollum en tæp 20 prósent mjög á móti. 18,5 prósent hafa ekki sterka skoðun á málefninu.

Þetta er umtalsverð breyting frá síðustu könnun, frá því árið 2020, en þá voru aðeins 32 prósent fylgjandi en 50 prósent á móti. Í fyrsta sinn eru fleiri fylgjandi en á móti.

Svörin eru nokkuð ólík eftir stjórnmálaskoðunum. Framsóknarmenn eru hlynntastir vegtollum, tæplega 62 prósent þeirra styðja tollana.

50,4 prósent Sjálfstæðismanna styðja vegtolla, 49,6 prósent Viðreisnarfólks, 47,1 prósent Samfylkingarfólks, 42,5 prósent Vinstri grænna, 26,6 prósent Miðflokksmanna, 23,4 prósent kjósenda Flokks fólksins, 22,7 prósent Pírata en aðeins 11,9 prósent Sósíalista.

Þegar litið er til landshluta er stuðningurinn mestur í Reykjavík og á Norðurlandi, það er 47 prósent. Minnstur er hann á Austurlandi, aðeins 27 prósent.

Könnunin var netkönnun gerð dagana 28. til 31. janúar. Svarendur voru 975.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hilmar Þór um heimsmálin: Pútín væri að taka áhættu með því að vingast við Bandaríkjamenn á kostnað Kínverja

Hilmar Þór um heimsmálin: Pútín væri að taka áhættu með því að vingast við Bandaríkjamenn á kostnað Kínverja
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn“

„Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi um slysið sem breytti öllu – Davíð Oddsson bjargaði lífi hans

Guðmundur Ingi um slysið sem breytti öllu – Davíð Oddsson bjargaði lífi hans
Fréttir
Í gær

Jón boðar fleiri afhjúpanir – „Við vitum að það eru fleiri beinagrindur í skottinu hjá ykkur“

Jón boðar fleiri afhjúpanir – „Við vitum að það eru fleiri beinagrindur í skottinu hjá ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi verði nýr mennta-og barnamálaráðherra

Guðmundur Ingi verði nýr mennta-og barnamálaráðherra