fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fréttir

Ungur maður sem tapaði í Fortnite framdi ólýsanlegt grimmdarverk

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2025 13:30

Lögregla bar kennsl á Owen eftir að hafa farið í gegnum eftirlitsmyndavélar á svæðinu. Hann hefur játað á sig morðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og þriggja ára franskur karlmaður, Owen L. að nafni, er í haldi lögreglunnar vegna gruns um að hafa stungið ellefu ára stúlku til bana.

Franska blaðið Le Parisien segir að þetta hafi maðurinn gert í bræði eftir að hafa tapað og lent í orðaskaki við andstæðinga sína í tölvuleiknum vinsæla Fortnite.

Ungi maðurinn er sagður hafa játað á sig morðið sem átti sér stað í Essonne, suður af París, þann 7. febrúar síðastliðinn.

Franskir fjölmiðlar hafa eftir Gregoire Dulin, saksóknara í málinu, að ungi maðurinn hafi haft það orð á sér að missa stjórn á skapi sínu í tölvuleikjum. „Hann vildi stela einhverju eða kúga einhvern til að róa sig niður,“ segir Dulin.

Hann er sagður hafa farið út eftir tapið í tölvuleiknum og komið þá auga á hina ellefu ára gömlu Louise Lasalle sem var á gangi með farsíma í bandi um hálsinn.

Owen er sagður hafa ætlað að ræna símanum af stúlkunni en Louise brást við með því að öskra og berjast um. Er Owen sagður hafa brugðist við með því að stinga stúlkuna ítrekað með þeim afleiðingum að hún lést af sárum sínum.

Lík Louise fannst daginn eftir en lögregla hafði hendur í hári unga mannsins eftir að hafa farið í gegnum myndefni á eftirlitsmyndavélum í nágrenninu.

Í frétt Le Parisien kemur fram að hinn grunaði í málinu búi með efnuðum foreldrum sínum, en faðir hans er hátt settur bankastarfsmaður. Kærasta Owens hefur einnig verið handtekin en hún er sögð hafa vitað hvað gerðist þennan örlagaríka dag þegar kærasti hennar kom blóðugur heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ásthildur Lóa fær stuðning úr mörgum áttum – „Ég vil ekki endilega vammlausan barnamálaráðherra“

Ásthildur Lóa fær stuðning úr mörgum áttum – „Ég vil ekki endilega vammlausan barnamálaráðherra“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“
Fréttir
Í gær

Óeining í Skagafirði um framtíð Héraðsvatna

Óeining í Skagafirði um framtíð Héraðsvatna
Fréttir
Í gær

Yfirflugfreyja segir Margréti hafa verið drukkna og mjög æsta – „Margrét, ætlarðu að eyðileggja orðspor þitt?“

Yfirflugfreyja segir Margréti hafa verið drukkna og mjög æsta – „Margrét, ætlarðu að eyðileggja orðspor þitt?“