fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fréttir

Rúmlega 32 tíma björgunaraðgerð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2025 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma í morgun kom Vörður II, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, til hafnar með Jóhönnu Gísla í togi og skilaði skipinu að bryggju rétt fyrir klukkan 6 í morgun.

Þá voru liðnir um 32 klukkustundir síðan Jóhanna Gísla fékk pokann í skrúfuna um 70 sjómílur norðvestur af  Látrabjargi og varð fyrir vikið óstjórnhæf.

Strax þá um kvöldið 12. febrúar hófst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar handa við að skipuleggja björgun Jóhönnu og drátt á skipinu til lands. Varðskipinu Þór, sem þá var statt austan við land, var stefnt í átt að Jóhönnu, ásamt því að áhöfnum björgunarskipa Landsbjargar á Rifi og Patreksfirði var gert viðvart.

Skipstjóri Guðmundar í Nesi, sem var á veiðum ekki langt frá Jóhönnu, ákvað að draga veiðarfæri sín og halda til aðstoðar. Þetta var skömmu fyrir miðnætti, aðfararnótt 13. febrúar. Klukkan 4 um þá nótt var áhöfn Guðmundar í Nesi búin að koma taug á milli skipanna og skipin komin á hæga siglingu í litlum sjó en strekkings vindi, áleiðis til lands. Hraði skipanna í þessum drætti var frekar lítill eða um tvær og hálf til þrjár og hálf sjómíla á klukkustund.

Það var svo rúmlega eitt í nótt, aðfaranótt 14. febrúar, sem áhöfn Varðar II var ræst út og haldið til móts við skipin, sem þá voru að nálgast mynni Patreksfjarðar.

Vörður II tók við drætti Jóhönnu rétt upp úr 2 í nótt og hélt þá Guðmundur í Nesi aftur til veiða.

Vörður kom svo eins og fyrr segir með Jóhönnu til hafnar á Patreksfirði snemma í morgun, rétt um einum og hálfum sólarhring síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ásthildur Lóa fær stuðning úr mörgum áttum – „Ég vil ekki endilega vammlausan barnamálaráðherra“

Ásthildur Lóa fær stuðning úr mörgum áttum – „Ég vil ekki endilega vammlausan barnamálaráðherra“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“
Fréttir
Í gær

Óeining í Skagafirði um framtíð Héraðsvatna

Óeining í Skagafirði um framtíð Héraðsvatna
Fréttir
Í gær

Yfirflugfreyja segir Margréti hafa verið drukkna og mjög æsta – „Margrét, ætlarðu að eyðileggja orðspor þitt?“

Yfirflugfreyja segir Margréti hafa verið drukkna og mjög æsta – „Margrét, ætlarðu að eyðileggja orðspor þitt?“