fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

„Ég dó næstum því 500 sinnum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. desember 2025 08:00

Vera Helgadóttir með son sinn Breka. Mynd: Hulda Margrét.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hlýlegt um að litast heima hjá Veru Helgadóttur. Það ríkir notaleg ró í stofunni og fallegt útsýnið nýtur sín vel. Sjö mánaða gamall sonur hennar Breki sefur vært inni í herbergi þegar blaðamann ber að garði, en rumskar fljótlega. Hann er vær og góður og dundar sér á gólfinu á meðan móðir hans spjallar um lífið sem hefur svo sannarlega tekið óvæntar stefnur síðustu misserin.

Það er nefnilega erfitt að ímynda sér að fyrir tæpum tveimur árum hafi þessi sama unga kona, þá 23 ára gömul, barist fyrir lífi sínu á spítalanum, sannfærð um að draumurinn um frekari barneignir væri úti.

Saga Veru einkennist af miklum andstæðum. Hún var stödd á þeim stað í lífinu þar sem allt átti að vera að byrja. Hún var nýbúin að eignast sitt fyrsta barn, dótturina Írisi Rán, var að klára nám í tækniteikningu og var komin með vinnu hjá verkfræðistofu. Framtíðin blasti við. Það var þá þegar fór að að bera á undarlegum veikindum.

„Ég var búin að finna fyrir mjög skrautlegum einkennum lengi,“ segir Vera þegar hún rifjar upp aðdragandann. Strax fimm dögum eftir að dóttir hennar fæddist, í nóvember 2022, veiktist Vera alvarlega af óútskýrðri sýkingu og þurfti að leggjast inn á spítala. Það reyndist vera fyrirboði þess sem koma skyldi. Í kjölfarið tóku við endurteknar sýkingar, óútskýrðir verkir í baki og síðu, og mikil þreyta. „Ég var farin að halda að ég væri bara móðursjúk,“ segir hún.

Hún leitaði margsinnis til lækna en mætti oftast þeim viðhorfum að þetta væri eðlilegt ástand fyrir nýbakaða móður.

„Þetta eru bara stoðkerfisverkir, þú hefur bara verið dugleg að burðast með barnið,“ var henni sagt. En verkirnir ágerðust. Stuttu eftir Menningarnótt 2023, þegar dóttir hennar var níu mánaða, var ástandið orðið óbærilegt. Vera endaði á bráðamóttöku með sára kviðverki og grun um gallsteina. Við nánari skoðun kom í ljós að Vera var með alvarlega brisbólgu. Það átti eftir að koma í ljós að bólgan var í raun afleiðing af öðru og mun stærra vandamáli.

Í viðtali við Rósu Margréti Tryggvadóttir í Ljósablaðinu lýsir Vera því hvernig hún greindist með bráðahvítablæði.

Eftir margar rannsóknir kom í ljós 14 sentímetra löng fyrirferð í kviðarholinu sem þrýsti á líffærin. Greiningin var skellur: AML eða Acute Myeloid Leukemia – bráðahvítblæði.

Í viðtalinu segir Vera frá greiningunni og meðferðinni og hvaða áhrif hún hafði á fjölskyldu- og hversdagslífið. Glaðningurinn þremur mánuðum eftir meðferð var sonurinn Breki Ingvarsson en Vera taldi sig orðna ófrjóa eftir meðferðina.

Óvæntur glaðningur

En lífið átti eftir að koma á óvart. Aðeins þremur mánuðum eftir að geislameðferð lauk, þegar Vera var enn að jafna sig og taldi sig ófrjóa, fór henni að líða skringilega á ferðalagi með vinkonum sínum erlendis.

„Ég byrjaði bara að kasta svo heiftarlega upp. Ég var aldrei svona með dóttur mína,“ segir hún og hlær. Hún og vinkonur hennar ákváðu þó að taka óléttupróf saman í gríni, svokallaða óléttu-rúllettu (e. Pregnancy Roulette) sem margir kannast við af samfélagsmiðlum og gengur út á að vinkonur taki allar óléttupróf samtímis.

„Við settum óléttuprófin á gólfið og engin okkar átti von á jákvæðu prófi,“ segir Vera áður en hún bætir við: „En svo var eitt jákvætt. Þetta var algjört sjokk,“ segir Vera.

Læknarnir voru áhyggjufullir í fyrstu, enda stutt liðið frá veikindunum, en meðgangan gekk eins og í sögu. Og í apríl síðastliðnum fæddist Breki Ingvarsson eftir drauma heimafæðingu.

Kraftaverkabarn sem leikur sér nú á gólfinu við fætur mömmu sinnar.

Í Ljósinu fann Vera jafningahóp sinn, stuðningshóp fyrir ungt fólk.

Væri örugglega öryrki ef ekki væri fyrir Ljósið

Aðspurð segist hún eiga erfitt með að ímynda sér hvar hún væri ef ekki væri fyrir Ljósið.

„Ég væri í einhverjum kvíðaspíral,“ segir hún hugsi og bætir ákveðin við: „Vá, í alvöru, ég veit ekki hvað ég hefði gert.“

Hún leggur áherslu á mikilvægi endurhæfingarinnar sem Ljósið veitti og hvernig það hjálpaði henni aftur út í lífið og byrja smátt og smátt að vinna.

„Ef ég hefði ekki farið í Ljósið, þá væri ég ekki komin út á vinnumarkaðinn. Það er raunverulega eitt aðalatriðið og sýnir af hverju þetta er svona mikilvægt. Ég væri örugglega orðin öryrki ef ekki væri fyrir Ljósið.“

Í dag horfir Vera öðrum augum á lífið. Hún viðurkennir að óvissan sé til staðar og kvíðinn fyrir eftirliti („scanxiety“) sé raunverulegur. Áfallið við að hafa veikst svo alvarlega situr enn í.

„Þegar ég loksins útskrifaðist kom svakalegt fall. Allt í einu hugsaði ég: „Hvað gerðist fyrir mig? Ég dó næstum því 500 sinnum“.“

Hún lýsir því hvernig líkaminn man áfallið. „Ég er með svakalega triggera í dag. Bara eins og alltaf þegar ég fæ hita, þá fer taugakerfið í algjört uppnám. Ég þarf alveg að minna mig á að anda.“

Lesa má viðtalið við Veru í heild sinni hér og Ljósablaðið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Bráðskemmtilega Bónusstúlkan

Lítt þekkt ættartengsl: Bráðskemmtilega Bónusstúlkan
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skólameistaramálið í Borgarholtsskóla: Fundur boðaður með öllu starfsfólki í hádeginu

Skólameistaramálið í Borgarholtsskóla: Fundur boðaður með öllu starfsfólki í hádeginu
Fréttir
Í gær

Þrír milljarðar sem fórnarlamb Jeffrey Epstein fékk eru horfnir – Gruna eiginmanninn um græsku

Þrír milljarðar sem fórnarlamb Jeffrey Epstein fékk eru horfnir – Gruna eiginmanninn um græsku
Fréttir
Í gær

Starfsfólki Borgarholtsskóla blöskri púsluspil sem skólameistari hafi komið fyrir í setustofu

Starfsfólki Borgarholtsskóla blöskri púsluspil sem skólameistari hafi komið fyrir í setustofu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarleg líkamsárás á Glerártorgi

Alvarleg líkamsárás á Glerártorgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Alþingis biðst afsökunar á ummælum sínum – „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“

Forseti Alþingis biðst afsökunar á ummælum sínum – „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gekk illa að fá Nútímann til að leiðrétta rangfærslu um sig – „Hvað gerir maður þegar fjölmiðill lýgur?“

Gekk illa að fá Nútímann til að leiðrétta rangfærslu um sig – „Hvað gerir maður þegar fjölmiðill lýgur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur spyr hvers vegna Ársæll var bundinn trúnaði í janúar en ekki núna – „Getur opinber embættismaður bara ákveðið það sjálfur?“

Eiríkur spyr hvers vegna Ársæll var bundinn trúnaði í janúar en ekki núna – „Getur opinber embættismaður bara ákveðið það sjálfur?“