fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. desember 2025 16:30

Meðfylgjandi mynd er frá Vídalínskirkju og sýnir sr. Matthildi Bjarnadóttur og Sr. Benedikt Sigurðsson taka lagið með leikskólabörnum í heimsókn fyrr í desember.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýverið hóf Þjóðkirkjan rafrænar skráningar í kirkjubækur og er óhætt að segja að tilraunin hafi gefist vel hingað til. Opnað var fyrir skráningar í rafræna kerfið fyrsta sunnudag í aðventu í ár og er því komin rúmlega þriggja vikna reynsla á kerfið.

58 kirkjur hafa nú skráð upplýsingar um athafnir, helgihald og skólaheimsóknir, svo eitthvað sé nefnt.

Skráðar eru heimsóknir frá 102 leik- og grunnskólum þessa aðventuna, og komu samtals 5.739 skólabörn í kirkjur í þeim heimsóknum. Þá sóttu rúmlega 11 þúsund einstaklingar helgihald og aðventustundir í þessum 58 kirkjum. Enn fremur má lesa að 6.400 einstaklingar voru viðstaddir 70 athafnir í þessum kirkjum.

Samtals eru skráðar heimsóknirnar í þessar 58 kirkjur 23.335 á aðventunni.

Í nýju viðburðadagatali á kirkjan.is má finna upplýsingar um guðsþjónustur, aftansöng, fjölskyldumessur o.fl. í kirkjum Þjóðkirkjunnar næstu daga og vikur. Viðburðirnir eru á fimmta hundrað. Þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að finna upplýsingar um allt helgihald Þjóðkirkjunnar á einum stað fyrir hátíðirnar. Hægt er að sjá viðburði kirkjunnar á kirkjan.is/vidburdir og á viðburðadagatali Vísis á visir.is.

Búist er við góðri kirkjusókn yfir hátíðirnar í ár sem fyrr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Í gær

„Hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur“

„Hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur“