

Miðflokkurinn var rekinn með 133 milljón króna halla á síðasta ári, samanborið við 24 milljón króna rekstrarafgang árið á undan. Eignir við árslok námu 89 milljónum og skuldir 116 milljónum. Eigið fé var neikvætt um 26 milljónir. Á árinu 2023 var einn starfsmaður hjá flokknum í hálfu stöðugildi og var sama fyrirkomulag á árinu 2024 en vegna alþingiskosninga voru tveir starfsmenn ráðnir tímabundið til starfa. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins.
Tekjur flokksins árið 2024 námu rúmum 69 milljónum og munaði þar mest um framlög úr ríkissjóði sem námu um 44,6 milljónum króna. Önnur framlög voru eftirfarandi:
Rekstrargjöld námu rúmum 204 milljónum en má það einkum rekja til þingkosninganna en um 141 milljón var varið í kosningabaráttuna. Kostnaður vegna aðalskrifstofu nam um 57 milljónum, kostnaður vegna kjördæma- og undirfélaga nam 4,8 milljónum og kostnaður vegna reksturs fasteigna nam tæpum 2 milljónum.
Rekstrarafkoma var neikvæð um 135 milljónir en svo hafði flokkurinn um tvær milljónir í fjármunatekjur. Halli nam því um 133 milljónum.
Þeir lögaðilar sem styrktu flokkinn um 650 þúsund krónur hver voru eftirfarandi:
Ofangreindir lögaðilar hækkuðu allir framlag sitt frá fyrra ári en Samherji, Egg og Snæból styrktu flokkinn ekki árið 2023.
Lögum samkvæmt ber að tilkynna sérstaklega þá einstaklinga sem hafa veitt framlög til flokksins sem eru metin á meira en 300 þús. kr. Aðeins einn einstaklingur er tilgreindur á ársreikningi en flokkurinn fékk 550 þúsund krónur frá Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur fjárfesti og eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem er formaður Miðflokksins.