fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið ákærður fyrir nettælingu, kynferðislega áreitni gegn börnum og brot gegn barnaverndarlögum eftir hömlulausa framkomu sína við sex barnungar stúlkur á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Meint brot mannsins voru framin um sumar og haust árið 2022. Í ákæru héraðssaksóknara er birtur urmull skilaboða mannsins til stúlknanna sem sum bera vitni um ákafar tilraunir hans til að fá stúlkurnar til að hafa samræði við sig. Sum skilaboðin eru klámfengin en önnur rómantískur fagurgali.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir að veita stúlkunum áfengi og veipvökva.

Hvorki aldur mannsins né stúlknanna er tilgreindur í ákæru en sé tekið mið af þeim lagagreinum sem hann er sakaður um að hafa brotið má ráða að stúlkurnar hafi verið undir 15 ára aldri þegar brotin áttu sér stað. Er maðurinn sakaður um brot á 2. og 4. málsgrein 202. gr. almennra hegningarlaga. Fyrrnefnda málsgreinin lýtur að kynferðislegri áreitni við barn undir 15 ára aldri, en brotið getur varðað fangelsi allt að sex árum. Síðarnefnda málsgreinin er eftirfarandi:

„Hver sem með samskiptum á netinu, annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni eða með öðrum hætti mælir sér mót við barn yngra en 15 ára í því skyni að hafa við barnið samræði eða önnur kynferðismök eða til að áreita það kynferðislega á annan hátt skal sæta fangelsi allt að 2 árum.“

Urmull skilaboða

Sem fyrr segir er mikill fjöldi skilaboða frá manninum til stúlknanna birtur í ákærunni en þar hefur hann til dæmis orð á aldursmuninum á milli hans og þeirra. Má af þeim skilaboðum ráða að maðurinn sé miklu eldri en stúlkurnar. Hann segir meðal annars:

„Meina mér er slétt sama um aldursmun, veit það er soldið fordæmt en sé ekkert slæmt við það“

„Ef þú vilt vera með eldri manni og hann með þér þá er það besta mál“

„Eldri menn eiga ekki að laðast að yngri stúlkum 🙂 en erfitt að stjórna því sko“

Nokkur skilaboð bera þess merki að stúlkurnar séu að vanda um fyrir honum vegna hegðunar hans og hann fer í vörn, sjá hér:

„Nei ég er ekkert að tala við börn“

 „Þú ert alveg kynþroska og svona“

„Ég hef kannski stundum perrast svoldið I þér en mig langar svo að þú elskir mig til baka og við kynnumst skilurðu, til hamingju með systur þína og ég er alls ekki barnaperri“

„Ég hef aldrei vitað neina gellu jafnreiða og þig af því ég er hrifinn af henni“

„Af hverju talar þú svona við mann sem er ástfanginn af þér og hefur alltaf reynt að vera vinur þinn“

Lokað þinghald

Héraðssaksóknari krefst refsingar yfir manninum en forráðamenn stúlknanna krefjast miskabóta fyrir þeirra hönd, 1 milljónar króna fyrir hverja stúlku nema einnar, þar sem krafist er 500 þúsund króna.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 28. október síðastliðinn. Réttarhöld í málinu eru lokuð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa