fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Gæti snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu á morgun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. nóvember 2025 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkur eru á töluverðri snjókomu á Suður- og suðvesturhelmingi landsins á morgun. Fjallað er um þetta á Facebook-síðu Bliku sem veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson heldur úti.

„Allar líkur eru á myndun snjókomubakka undan Suðurlandi næsta sólarhringinn. Gerist yfir tiltölulega hlýjum sjónum, en undir áhrifum kuldans frá landi,“ segir í færslunni.

Bent er á að röð spátunglamynda á þriggja klukkustunda fresti frá klukkan 15 í dag til miðnættis annað kvöld sýni ágætlega hvað þarna er á ferðinni.

„Um er að ræða myndun skammlífrar smálægðar, þar sem skýin ná ekki svo hátt til lofts. Við þekkjum ágætlega ólíkindi svona „djöfla“, og alls ekki á vísan að róa með spálíkönin. Séu þau frá í morgun túlkuð bókstaflega verður logndrífa um allt Suðurland síðdegis á morgun og vestur yfir Hellisheiði. Bakkinn nær síðan til Faxaflóa annað kvöld.“

Í færslunni kemur fram að staðbundið gæti snjóað talsvert mikið, eða allt að 30 sentímetra í lágsveitum Suðurlands og í Þrengslum, í kringum Selfoss og í Grímsnesi.

„Á höfuðborgarsvæðinu trúlega 10 sm annað kvöld og aðfaranótt sunnudags. Minna suður með sjó. Þessi spágildi gætu öll tekið breytingum síðar í dag,“ segir í færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“
Fréttir
Í gær

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“
Fréttir
Í gær

Réðst á lögreglumann á Þorláksmessu

Réðst á lögreglumann á Þorláksmessu
Fréttir
Í gær

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar fagnar tímamótum í janúar

Rúnar fagnar tímamótum í janúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“