fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. nóvember 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemandi í Borgarholtsskóla segir Sjálfstæðismenn hafa miklar skoðanir á menntakerfinu. Hins vegar hafi þeir engar almennilegar lausnir á stöðunni. Þetta kemur fram í grein Arnars Steins Þórarinssonar en hann er framhaldsskólanemi og stjórnarmeðlimur í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar.

„Um daginn komu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í heimsókn í skólann minn, Borgarholtsskóla. Meðal þeirra var Jón Pétur Zimsen sem ég lenti í samtali með. Hann var frekar peppaður og virtist hafa gaman af því að spjalla við nemendur, enda eru menntamál efst á huga hjá honum. Þessi samræða var áhugaverð og smá eftirminnanleg. Eitt sem sat hjá mér er hvernig hann talar um einkunnagjöf í grunnskólum. Hann spurði mig hvað mér fyndist um einkunnakerfið. Ég persónulega hef ekki mikla skoðun á því hvort ég fæ, B, 7 eða grænt í einkunn, þannig ég benti honum á að þetta skipti mig ekki miklu máli og mér fyndist að þetta ætti ekki að vera efst á lista yfir það hvað þurfi að leggja mestu áherslu á þegar það kemur að menntakerfinu, hann var ósammála.“

Arnar Steinn segir það ekki fara framhjá neinum að Sjálfstæðismenn séu með sterkar skoðanir á stöðu menntamála, en Arnari þykir flokkurinn ekki hafa neinar raunverulegar lausnir. Endalaust sé talað um að kerfið sé að bregðast og að stjórnvöld þurfi að gera betur, en lausnin sé þó ekki að hverfa aftur til fortíðar.

„Þeir tala endalaust um að kerfið sé að bregðast og að stjórnvöld þurfi að gera betur, sem ég er vissulega sammála, en það sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að boða er að horfa til baka til fortíðar og með íhaldssemina í framsætinu. Eina raunverulega „lausnin“ sem ég hef séð frá þeim er að einkunnagjöf þurfi að breytast. Þessi breyting myndi samt ekki breyta neinu í raun og veru fyrir nemendurna. Vandinn er miklu stærri en það og þótt nemandi fengi D, 3 eða rautt í verkefni þá getur hver sem er séð að hann þurfi meiri hjálp. Þar er vandinn.“

Sjálfur segist Arnar ekki vera með lausnina. Hann byggir mat sitt á eigin reynslu innan úr menntakerfinu. Að hans mati er mikilvægt að beina athyglinni að vanlíðan barna og unglinga. Skólar eigi að vera staður þar sem ungmenni fá að blómstra á eigin forsendum. Kerfið eigi að aðlagast þeim en ekki öfugt. Eins þurfi kennarar meiri stuðning þar sem starfsumhverfið er í dag flóknara en áður og álagið hefur aukist verulega undanfarin ár. Arnar telur að ráðast þurfi í heildarendurskoðun á menntakerfinu, allt frá leikskóla og upp. Skoða þurfi hvað hefur virkað vel og hvað hefur að sama bragði virkað illa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“