
Þrítugur maður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni vegna atviks sem átti sér stað á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þann 23. desember árið 2024.
Ákærði er sakaður um að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni sem var við skyldustörf og sparkað í hægri fótlegg hans með þeim afleiðingum að hann hlaut mar og bólgu á sköflung.
Fyrirtaka í málinu verður við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 1. desember næstkomandi.