fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Sigurgeirsson lögfræðingur er ósáttur við nýsamþykkt lög um breytingu á fjöleignarhúsalögum. Breytingin felur í sér að nú þarf ekki lengur samþykki annarra íbúa til að halda hund eða kött í fjöleignarhúsi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins var Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Jón sendir henni tóninn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Samkvæmt nýsamþykktum lögum um breytingu á fjöleignarhúsalögum er hundahald í fjöleignarhúsum heimilt. Engin ákvæði eru um takmarkanir vegna ofnæmis annarra íbúa. Engar takmarkanir eru á tegund hunda og má þannig halda hunda í fjöleignarhúsi sem skapa skelfingu hjá öðrum íbúum. Sumir hundar gelta mikið á öllum tímum sólarhringsins. Þessu hef ég kynnst þar sem ég dvaldi erlendis í blokk þar sem hundahald var leyft. Ef umgangur er á nóttunni, s.s. vaktavinnufólk eða útleiga fyrir ferðamenn, gelta sumir hundar og eyðileggja svefnfrið íbúanna og valda þannig heilsutjóni hjá viðkvæmum,“ segir Jón í grein sinni.

Hann segir rétt eigenda húss fyrir borð borinn því þó að allir íbúar samþykki gæludýrabann geta nýir íbúar komið með hund eða kött þvert á þann vilja. Segir Jón þetta vera skerðingu á eignarrétti. Hann segir síðan:

„Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland. Hún framleiðir lög sem henta henni sjálfri án allrar fyrirhyggju. Lögum um réttindi fatlaðra sem talin eru kosta á að giska 70 milljarða fylgdu engir peningar. Þessi lög um hundahald taka ekkert tillit til þeirra sem búa við þá fötlun að hafa ofnæmi fyrir dýrum. Vegna smæðar Íslands komast svona lög í gegn en hefðu fengið vandaða meðferð erlendis. Þegar ráðherrar hugsa bara um sjálfa sig og gefa lítið fyrir rétt annarra, vinna eftir tilfinningum en ekki hyggjuviti, er ekki von á góðu.“

Jón bendir á að hundar valdi skelfingu hjá sumu fólki og aðrir hafi ofnæmi fyrir þeim. Auk þess geti þeir valdið miklu ónæði. „Svona öfgafull heimild sviptir eigendur rétti yfir eignum sínum og skaðar fleiri en það hjálpar,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“