fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. nóvember 2025 12:49

Svana Helen Björnsdóttir og Pétur Magnússon. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Magnússon hefur sagt starfi sínu lausu sem forstjóri Reykjalundar og hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok sín.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni.

Þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn mun Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar, gegna starfi forstjórastarfinu. Svana er með doktorsgráðu í kerfisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess sem hún starfar sem aðjúnkt við skólann. Hún er bæjarfultrúi á Seltjarnarnesi, situr í stjórn SORPU bs. og er varaformaður SL lífeyrissjóðs.

Pétur mun jafnframt vera stjórnendum Reykjalundar til aðstoðar næstu mánuði. Starf forstjóra verður auglýst fljótlega.

Svana Helen Björnsdóttir segir þetta um tímamótin:

„Við þökkum Pétri fyrir framlag sitt til Reykjalundar undanfarin fimm ár. Mikilvægi sérhæfðrar endurhæfingar líkt þeirri sem boðið er upp á hjá Reykjalundi hefur aldrei verið brýnna. Endurhæfing er ein hagkvæmasta heilbrigðisþjónusta sem völ er á en með henni öðlast fólk tækifæri til að taka aftur fullan þátt í samfélaginu.“

Pétur Magnússon segir starfslokin vera stór tímamót í lífi sínu en þau hafi orðið að hans ósk:

„Í dag eru stór tímamót í mínu lífi þegar ég læt af störfum sem forstjóri Reykjalundar. Starfslokin eru að minni eigin ósk og hafa ekkert með frábært samstarfsfólk eða daglega starfsemi Reykjalundar sérstaklega að gera. Á næstunni verð ég 55 ára gamall og hef þá verið í forstjórastóli heilbrigðisstofnana í næstum 20 ár, fyrst rúm 12 ár á Hrafnistuheimilinum og nú tæp 6 ár á Reykjalundi. Hér á Reykjalundi hafa það verið forréttindi og mikill heiður að vinna með því frábæra fólki sem hér starfar, sannkallað landslið í endurhæfingu eins og við segjum oft og starfsfólk stoðdeilda starfseminnar ekki síðra.“

Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli sínu. Um 50 þúsund Íslendingar hafa notið góðs af endurhæfingu á Reykjalundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Í gær

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“