

Manchester Evening News fjallar um málið á vef sínum.
Þar kemur fram að Stewart hafi ýmist verið kallaður „ljúfi risinn“ eða „Víkingurinn“ og verið vel þekktur hjá þeim sem sækja næturlífið í borginni Sheffield. Þar starfaði hann sem dyravörður á skemmtistaðnum The Leadmill Club.
Stewart og Aby gengu í það heilaga fyrir skemmstu en á öðrum degi brúðkaupsferðarinnar þann 28. október varð Stewart bráðkvaddur, fimmtugur að aldri, meðan þau voru hér á landi.
Söfnunin fer fram á vefnum GoFundMe og hafa yfir 160 manns látið yfir 4.000 pund af hendi rakna til að standa straum af útfararkostnaði.
Í frétt Manchester Evening News kemur fram að margir hafi minnst Stewart á samfélagsmiðlum með hlýjum orðum. Kemur fram að hann hafi verið með hjarta úr gulli, mikill húmoristi og mjög vel liðinn meðal allra sem hann þekktu.
„Þessi söfnun var sett af stað til að styðja fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum, létta fjárhagsbyrðina og gera honum kleift að fá þá virðulegu kveðjustund sem hann á skilið,” segir meðal annars á vefnum GoFundMe.