

Stórstjarnan og grínistinn Eddie Murpjhy á að baki ófáar myndir sem slegið hafa í gegn þó vissulega hafi hlutverkaval hans stundum orkað tvímælis.
Murphy, sem er orðinn 64 ára, var í viðtali við AP-fréttastofuna á dögunum þar sem hann fór yfir ýmislegt sem á daga hans hefur drifið.
Þar var hann spurður út í hvort það væru einhverjar stórmyndir sem hann sæi eftir að hafa hafnað því að taka þátt í.
Murphy nefndi þrjár myndir sem hann sagðist fullur eftirsjár vegna. Í fyrsta lagi væri það stórmyndin Ghostbusters, sem sló rækilega í gegn, og auðvelt er að sjá fyrir sér að Murphy hefði smellpassað í. Þá nefndi hann grínspennumyndina Rush Hour, sem einnig gerði afar vel í miðasölu, þar sem hugmyndir voru uppi um að leikarinn myndi leika á móti Jackie Chan í aðalhlutverki myndarinnar.
Þriðja myndin sem Murphy nefndi er svo gleymd klassísk sem náði miklum vinsældum, Who framed Roger Rabbit, frá árinu 1989.
Segir Murphy í viðtalinu að ákvörðun hans að hafna Ghostbusters hafi nú sloppið til því í staðinn tók hann að sér aðalhlutverkið í Beverly Hills Cop, sem varð ein af hans allra vinsælustu myndum.
Hann hafi hins vegar fundist hugmyndin að Who framed Roger Rabbit vera fáránleg en svo dauðséð eftir því þegar myndin kom út. Tæknin þótti enda byltingakennd á sínum tíma og myndin mokaði inn seðlum í kvikmyndahúsum um allan heim.