fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Fókus
Sunnudaginn 23. nóvember 2025 13:30

Stórstjarnan Eddie Murphy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan og grínistinn Eddie Murpjhy á að baki ófáar myndir sem slegið hafa í gegn þó vissulega hafi hlutverkaval hans stundum orkað tvímælis.

Murphy, sem er orðinn 64 ára, var í viðtali við AP-fréttastofuna á dögunum þar sem hann fór yfir ýmislegt sem á daga hans hefur drifið.

Þar var hann spurður út í hvort það væru einhverjar stórmyndir sem hann sæi eftir að hafa hafnað því að taka þátt í.

Murphy nefndi þrjár myndir sem hann sagðist fullur eftirsjár vegna. Í fyrsta lagi væri það stórmyndin Ghostbusters, sem sló rækilega í gegn, og auðvelt er að sjá fyrir sér að Murphy hefði smellpassað í. Þá nefndi hann grínspennumyndina Rush Hour, sem einnig gerði afar vel í miðasölu, þar sem hugmyndir voru uppi um að leikarinn myndi leika á móti Jackie Chan í aðalhlutverki myndarinnar.

Þriðja myndin sem Murphy nefndi er svo gleymd klassísk sem náði miklum vinsældum, Who framed Roger Rabbit, frá árinu 1989.

Segir Murphy í viðtalinu að ákvörðun hans að hafna Ghostbusters hafi nú sloppið til því í staðinn tók hann að sér aðalhlutverkið í Beverly Hills Cop, sem varð ein af hans allra vinsælustu myndum.

Hann hafi hins vegar fundist hugmyndin að Who framed Roger Rabbit vera fáránleg en svo dauðséð eftir því þegar myndin kom út. Tæknin þótti enda byltingakennd á sínum tíma og myndin mokaði inn seðlum í kvikmyndahúsum um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA