fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. nóvember 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bragi Gunnlaugsson, eða „Hjóla-Karen“ eins og hann er kallaður í netheimum, hefur ítrekað vakið athygli á aðstæðum hjólreiðafólks. Að hans mati einkennist umferðarmenningin í Reykjavík af lítilli virðingu í garð hjólreiðafólks. Er því sýnt lítið umburðarlyndi og lífi þess oft stofnað í hættu með glæfralegu aksturslagi, eins og kom meðal annars fram í erindi Braga á umferðarmálþingi í september 2024.

Bragi vakti í vikunni athygli á því sem hann kallar dauðagildru í miðbænum. Segir hann að eftir óvænt svar á Facebook frá starfsmanni borgarinnar hafi vaknað von hjá honum um að loksins yrði hlustað á tuðið í honum.

„Svo aftur sendi ég ábendingu varðandi dauðagildruna í miðbænum. En aftur fæ ég svar um að ekkert verði gert. Því það eru framkvæmdir á áætlun 2027-2031. Það má ekki mála eina línu í götuna, ekki setja upp eitt viðvörunarskilti, ekki einu sinni til að breyta stillingunum á ljósunum, þangað til allt verður rifið upp eftir rúmt ár (ef áætlanir standast).“

Um er að ræða hjólastíg á Tryggvagötu. Gatan er nú einstefna fyrir bifreiðaakstur frá Lækjargötu að Geirsgötu. Hins vegar er hjólastígurinn í hina áttina frá Hafnarstræti að Lækjargötu. Eins og sést í myndbandi sem Bragi birtir kemur það ökumönnum oft í opna skjöldu að komi hjólreiðamaður á móti þeim, sérstaklega þegar stórt ökutæki, eins og strætisvagn byrgir sýn.

„Það þarf varla að útskýra fyrir neinum hér hvað það er óþægilegt að láta bíl stíma beint á nefið á sér. Hvað þá á stað þar sem þeir gera ekki ráð fyrir þér. Eitthvað segir mér að fólk myndi t.d ekki senda börnin sín þessa leið?

Ég ætla auðvitað að fara bara aðra leið í vinnuna hér eftir, því ég nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert. Mæli sterklega með að aðrir geri það sama. En þetta kvabb og þessi myndbönd eru þá allavega hér þar sem allir sjá þau. Við höfum það þá skjalfest þegar einhver lendir þarna undir bíl, að það var búið að láta vita af hættunni. Rant over.“

Bragi lætur svo svar frá Reykjavíkurborg fylgja með:

„Takk kærlega fyrir ítrekunina. Líkt og komið hefur verið á framfæri í fyrra svari og í öðru svari á samfélagsmiðlum þá stendur til að fara

í framkvæmdir á þessum stað eftir rúmt ár, m.v. framkvæmdaráætlun Borgarlínu. Á þessum stað eru þó góð sjónskilyrði milli vegfarenda, og áður en grænt kemur á hjólandi úr Tryggvagötu er grænt á öllum göngufösum – sem hjólandi er einnig heimilt að nota. Því miður er víða um borgina fjölmargir staðir þar sem gera þarf lagfæringar og úrbætur til að bæta umferðaröryggi. Á hverju ári er farið í nokkurn fjölda aðgerða til að bæta öryggi á þessum stöðum í samræmi við umferðaröryggisáætlun og fjármagn sem sett er í þann lið. Af þessum ástæðum er ekki hægt að réttlæta þann umtalsverða kostnað sem þarf til að laga gatnamótin þegar svo stutt er í framkvæmdir.“

Þrenn myndbönd Braga af aðstæðum má sjá hér í Facebookhópnum Samgönguhjólreiðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA