fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

„15 árum eftir áætluð verklok er enn rifist um staðsetningu Sundabrautar“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. nóvember 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir sorglegt að Sundabraut sé ekki komin lengra á veg en raunin er 20 árum eftir að lög voru samþykkt þar sem verja átti 8 milljörðum í hana. Enn í dag sé rifist um staðsetningu hennar 15 árum eftir að verkinu átti að vera lokið. Sanngirni verði þó að gæta í því að hrunið tafði framkvæmdir.

Sigurður rekur að hann hafi verið á ferð um Kjalarnesið með góðum vini sínum í vikunni þar sem Sundabrautin barst í tal.

„Þegar við nálguðumst Kollafjörðin og vorum að reyna að átta okkur á því því hvernig Sundabrautin myndi tengjast Kjalarnesinu rifjuðust upp lög sem við áttum báðir þátt í að samþykkja árið 2005 á Alþingi í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Þetta eru lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. nr. 133/2005. Með þeim var ákveðið hvernig ráðstafa ætti söluandvirði Símans, samtals kr. 66,7 milljörðum, sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks einkavæddi.“

Í 2. gr. laganna sagði að verja 15 milljörðum til vegamála til viðbótar við það sem þá hafði verið ákveðið í vegaáætlun. Þar af áttu 8 milljarðar að fara í Sundabraut sem áttu að greiðast þannig:
– 100 milljónir 2007.

– 900 milljónir 2008.

– 3 milljarðar 2009.

– 4 milljarðar 2010.

Lögin gerðu ráð fyrir farin yrði svokölluð innri leið og að verklok við gerð Sundabrautar yrðu árið 2010.

„Það er auðvitað ekkert annað en sorglegt að sjá á hvaða stað þetta mikilvæga verkefni er nú, árið 2025. 15 árum eftir áætluð verklok er enn rifist um staðsetningu Sundabrautar. Hart er deilt um hvort byggja eigi brýr eða bora göng. Í raun finnst manni eins og fólk geti ekki komið sér saman um eitt eða neitt í tengslum við lagningu Sundabrautar, óralangt sé í að stjórnmálamenn taki þær ákvarðanir sem þeir eru kosnir til að taka og að málið sé svo gott sem á byrjunarreit.

Auðvitað þarf að sýna sanngirni. Hér varð hrun, sem hafði áhrif á framkvæmdina.

Það breytir þó ekki því að það er sorglegt að Sundabrautin sé ekki komin lengra en raun ber vitni árið 2025, heilum 20 árum eftir að áðurnefnd lög tóku gildi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Í gær

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum