fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. nóvember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Undanfarna daga hefur Snorri Másson, hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður, mátt sitja undir því að vera nefndur kynþáttahatari og fjölskylda hans dregin niður í svaðið. Það er miður, því Snorri er mikill styrkur fyrir landið – ungur maður af þeirri gerð sem hver fullburða þjóð vill sjá fleiri af – skýr í hugsun, stilltur í framkomu og reiðubúinn til að takast á við umræðu af heilindum og dýpt,“ segir Rajan Parrikar, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Rajan er indverskur rafmagnsverkfræðingur og hefur vakið athygli fyrir greinar sínar um þjóðfélagsmál sem hann hefur birt í fjölmiðlum undanfarin misseri.

Rajan segir að Snorri hafi lagt erfiðar spurningar fyrir þjóðina, meðal annars um hættuna á því að Íslendingar lendi í minnihluta í eigin landi innan fáeinna áratuga. „Útreikningar þess efnis byggjast ekki á hugmyndafræði heldur lýðfræði, og niðurstaðan er óhjákvæmileg ef núverandi innflytjendastefna helst óbreytt. Forsendur útreikninganna eru gagnsæjar og auðvelt er að sannreyna þá út frá mismunandi áætluðum fjölda innflytjenda. Tímaramminn breytist, en niðurstaðan er sú sama, hvort sem það tekur 30, 50 eða 75 ár,“ segir Rajan í grein sinni.

Hvað er að vera Íslendingur?

Rajan segir að það að vera Íslendingur hafi ekkert að gera með vegabréf eða lög um ríkisfang heldur sé sjálfsmynd Ísleninga mótuð af tiltenum stofnþjóðflokki sem varð til löngu á undan íslenska ríkinu. „Í hinni upphaflegu byggð Íslendinga var einnig keltneskur þáttur, en hann var þar frá öndverðu og rann eðlilega saman við hinn norræna stofn. Íbúar Íslands héldust fáir, tiltölulega einangraðir og í lýðfræðilegri samfellu frá landnámsöld og þar til fyrir tveimur áratugum. Ættfræðilegar heimildir á borð við Íslendingabók sýna það skýrt. Þessi samfella gerir það að verkum að hugmyndin um stofnþjóðflokk er ekki getgáta heldur afmarkað fyrirbæri.“

Hann segir Íslendinga vera þjóð sem þroskaðist í ríki án þess að nýlendutengsl flæktu sjálfsmynd hennar eða rýrðu sögulega samfellu hennar. Hann segir þá sannfæringu útbreidda að varðveita þurfi hina sögulegu íslensku þjóð og þá örsiðmenningu sem hún stendur fyrir.

Hann bendir á að undanfarið hafi málsmetandi menn bent á hættuna á því að tungumálinu verði útrýmt. Þeir geri sér hins vegar ekki grein fyrir því að Íslendingar sjálfir séu í útrýmingarhættu. „Þegar einhver á borð við Snorra bendir á hið augljósa einkennast viðbrögðin af æsingi og stjórnleysi,“ segir hann og segir rangt að gera ófreskju úr þeim sem benda á þetta:

„Þeir sem vilja varðveita Ísland eins og þeim var falið það af forfeðrum sem þraukuðu í harðræði til að halda saman líkama og sál, verðskulda ekki að kallast kynþáttahararar eða verra. Mætið þeim. Ekki gera úr þeim ófreskjur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“