fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. nóvember 2025 07:44

Frá Hveragerði. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir og hópar minnkuðu. Óvissan var svo mikil,“ segir Ólafur Reynisson í samtali við Morgunblaðið í dag, en hann hefur um langt skeið rekið Veisluhöllina í Hveragerði ásamt konu sinni, Önnu Maríu Eyjólfsdóttur.

Í frétt Morgunblaðsins er greint frá því að Veisluhöllin hafi skellt í lás og hætt starfsemi, en þau hjónin hyggist breyta húsnæðinu í gistiheimili.

Ólafur segir að ástæða lokunarinnar sé skattur sem settur er á farþega skemmtiferðaskipa. Þau hafi tekið á móti yfir 200 hópum á hverju sumri en bókanir hafi hrunið og hópar minnkað. Þau hafi einnig leigt út sali fyrir veislur en grunnurinn að rekstrinum hafi verið viðskipti við skemmtiferðaskip.

Ólafur segir við Morgunblaðið að húsnæðinu verði breytt í gistiheimili og góður markaður sé fyrir slíkan rekstur. Stefnt er að opnun gistiheimilisins snemma á næsta ári.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“