

Í frétt Morgunblaðsins er greint frá því að Veisluhöllin hafi skellt í lás og hætt starfsemi, en þau hjónin hyggist breyta húsnæðinu í gistiheimili.
Ólafur segir að ástæða lokunarinnar sé skattur sem settur er á farþega skemmtiferðaskipa. Þau hafi tekið á móti yfir 200 hópum á hverju sumri en bókanir hafi hrunið og hópar minnkað. Þau hafi einnig leigt út sali fyrir veislur en grunnurinn að rekstrinum hafi verið viðskipti við skemmtiferðaskip.
Ólafur segir við Morgunblaðið að húsnæðinu verði breytt í gistiheimili og góður markaður sé fyrir slíkan rekstur. Stefnt er að opnun gistiheimilisins snemma á næsta ári.
Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu.