fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Hrina gjaldþrota hjá Jóhannesi og Helga – Háværar ásakanir um svik og pretti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. nóvember 2025 20:30

Helgi Magnús Hermannsson, Elís Árnason og Jóhannes Birgir Skúlason. Elís steig fram á dögunum og sakaði þá félaganna um svik og pretti varðandi kaupin á Sport & Grill og Café Adesso í Smáralind

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstrarfélög veitingastaðanna Grillhúsið og Sport & Grill í Smáralind hafa verið úrskurðuð gjaldþrota. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag. Um er að ræða félögin Búsendi ehf. (áður Grillhúsið ehf.) og OL Restaurant & Sportbar ehf. en gjaldþrotaúrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 13. nóvember síðastliðinn.

Hrina gjaldþrota hjá Jóhannesi og Helga

Búsendi ehf. er í eigu athafnamannanna Jóhannes Birgis Skúlasonar og Helga Magnúsar Hermannssonar og sama gildir um OL Restaurant & Sportbar ehf. sem Jóhannes og Helgi keyptu af veitingamanninum Elís Árnasyni og viðskiptafélögum hans seinnipart síðasta árs.

Hrina gjaldþrota tengist þeim Jóhannesi Birgi og Helga Magnúsi en fyrr á árinu varð félag þeirra Tankurinn ehf., rekstrarfélag TGI Fridays, lýst gjaldþrota. Alls var 227 milljónum króna lýst í búið en engar eignir var þar að finna.

Þá var hið rótgrónna veisluþjónustufyrirtæki, Veislan, úrskurðuð gjaldþrota þann 14. maí síðastliðinn en Helgi Magnús var 100% eigandi þess fyrirtækis.

Ásakanir um lygar og svik

Það vakti talsverða athygli á dögunum þegar áðurnefndur veitingamaður, Elís Árnason, steig fram og fór ófögrum orðum um viðskiptahætti Jóhannesar og Helga Magnúsar.

Lýsti Elís því hvernig hann, ásamt viðskiptafélögum sínum, hefði í september 2024 gengið frá sölu á tveimur fyrirtækjum til Jóhannesar og Helga. Annars vegar OL Restaurant & Sportbar ehf og Adesso ehf, rekstarfélags samnefnds veitingastaðar í Smáralind.

Sakaði Elís viðskiptafélaganna tvo um lygar og svikagjörning og sagði meirihluta kaupverðsins ekki enn hafa borist. Þá hafi Jóhannes og Helgi tekið við tveimur stöndugum fyrirtækjum sem skilað hefðu hagnaði og tekist að knésetja þau á rúmu ári. Þá fullyrðir Elís að félögin hafi verið með allt í skilum.

„Þeir hafa sem sagt ekki greitt okkur nema lítinn hluta kaupverðsins og á þessum tímapunkti lítur út fyrir að við fáum restina aldrei greidda og eigendur sitji uppi með stórtjón. Vitaskuld munum við eltast við kröfur á hendur kaupendum, bæði félaginu og þeim persónulega en Helgi og Jóhannes gengust í fullar persónulegar efndir á samningunum,“ skrifaði Elís.

Café Adesso var innsiglað af skattayfirvöldum í október síðastliðinn og því má búast við að samnefnt félag verði úrskurðað gjaldþrota innan skamms. Elís og viðskiptafélagar hans eru enn skráðir eigendur fyrirtækisins enda hefur kaupverðið ekki enn verið að fullu greitt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Í gær

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki