fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Erlend kona hefur setið í gæsluvarðhaldi á Íslandi síðan í byrjun september

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. nóvember 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlend kona sem reyndi að smygla rétt tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins fimmtudaginn 4. september síðastliðinn var fyrr í dag dæmt í 21 mánaða fangelsi.

Konan faldi efnin í ferðatösku sinni en hún kom hingað til lands með flugi frá Zürich í Sviss. Tvö kg af kókaíni telst vera mjög mikið magn og algeng dómafordæmi eru um tveggja ára fangelsi fyrir slíkt brot.

Konan fékk 21 mánaða fangelsi en hún játaði brot sitt. Ekki var talið að hún hefði komið að skipulagningu brotsins eða kaupum á efninu heldur hafi verið svokallað „burðardýr“.

Frá refsingunni dregst sá tími sem hún hefur setið í gæsluvarðhaldi, frá 5. september, en hún hefur setið í gæsluvarðhaldi allt frá því hún kom til landsins með efnin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Í gær

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“