

Þar fjallar um fyrirhugaða hækkun vörugjalda á bifreiða en þau hafa skilað ríkissjóði rúmum tíu milljörðum króna á ári en eiga að skila 17 milljörðum á næsta ári.
Vilhjálmur vekur athygli á auglýsingum bílaumboða þar sem fólk er hvatt til að tryggja sér bíl áður en hækkunin tekur gildi. Nefnir hann auglýsingar frá Mitsubishi á Íslandi og Brimborg máli sínu til stuðnings.
„Þetta eru aðeins tvö dæmi af fjölmörgum auglýsingum bílaumboða undanfarnar vikur á öllum helstu miðlum og það er engin tilviljun. Ástæðan er einföld: ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst hækka vörugjöld (lesist sem tollar) á bíla um milljónir króna.“
Vilhjálmur segir að dapurlegan veruleika á lokametrum ársins að bílamarkaðurinn sjái sig knúinn til að hvetja fólk til að tryggja sér nauðsynjavöru, eins og bílar sannarlega eru, fyrir áramót því hækkunin verði svo mikil. Hann nefnir svo dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði.
„Tökum lítið en skýrt dæmi um Kia Sportage, plug in hybrid, sem bar áður 5% vörugjald. Um áramótin hækkar það í rúmlega 27%. Hvað þýðir þessi breyting í krónum talið?
– Skattahækkunin ein og sér hækkar verðið á bílnum um tæplega 1,2 milljónir króna.
– Þar á ofan leggst hærri virðisaukaskattur, sem hækkar um tæplega 287 þúsund krónur vegna hærri vörugjalda.
Samanlagt nemur skattahækkun ríkisstjórnarinnar á þessum eina bíl tæplega 1,5 milljónum króna. Í landi þar sem bíleign er álíka mikil nauðsyn og að eiga góða úlpu er augljóst að þessi aðgerð bitnar beint á fjölskyldum landsins og það með gífurlegum þunga.“
Sjá einnig: Bjarni óttast hrun í sölu nýrra bíla:„Skattahækkun á ökutæki hærri en hækkun veiðigjalda”
Vilhjálmur rifjar upp ummæli forystumanna ríkisstjórnarflokkanna, Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrir kosningarnar í fyrra þar sem fullyrt var að skattar á vinnandi fólk yrðu ekki hækkaðir.
„Mikið hefði nú verið gott hefðu þær staðið við loforðin sín,“ segir hann.