fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. nóvember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í landi þar sem bíleign er álíka mikil nauðsyn og að eiga góða úlpu er augljóst að þessi aðgerð bitnar beint á fjölskyldum landsins og það með gífurlegum þunga,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein á vef Vísis.

Þar fjallar um fyrirhugaða hækkun vörugjalda á bifreiða en þau hafa skilað ríkissjóði rúmum tíu milljörðum króna á ári en eiga að skila 17 milljörðum á næsta ári.

Vilhjálmur vekur athygli á auglýsingum bílaumboða þar sem fólk er hvatt til að tryggja sér bíl áður en hækkunin tekur gildi. Nefnir hann auglýsingar frá Mitsubishi á Íslandi og Brimborg máli sínu til stuðnings.

Sjá einnig: Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“

„Þetta eru aðeins tvö dæmi af fjölmörgum auglýsingum bílaumboða undanfarnar vikur á öllum helstu miðlum og það er engin tilviljun. Ástæðan er einföld: ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst hækka vörugjöld (lesist sem tollar) á bíla um milljónir króna.“

Vilhjálmur segir að dapurlegan veruleika á lokametrum ársins að bílamarkaðurinn sjái sig knúinn til að hvetja fólk til að tryggja sér nauðsynjavöru, eins og bílar sannarlega eru, fyrir áramót því hækkunin verði svo mikil. Hann nefnir svo dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði.

„Tökum lítið en skýrt dæmi um Kia Sportage, plug in hybrid, sem bar áður 5% vörugjald. Um áramótin hækkar það í rúmlega 27%. Hvað þýðir þessi breyting í krónum talið?

– Skattahækkunin ein og sér hækkar verðið á bílnum um tæplega 1,2 milljónir króna.

– Þar á ofan leggst hærri virðisaukaskattur, sem hækkar um tæplega 287 þúsund krónur vegna hærri vörugjalda.

Samanlagt nemur skattahækkun ríkisstjórnarinnar á þessum eina bíl tæplega 1,5 milljónum króna. Í landi þar sem bíleign er álíka mikil nauðsyn og að eiga góða úlpu er augljóst að þessi aðgerð bitnar beint á fjölskyldum landsins og það með gífurlegum þunga.“

Sjá einnig: Bjarni óttast hrun í sölu nýrra bíla:„Skattahækkun á ökutæki hærri en hækkun veiðigjalda”

Vilhjálmur rifjar upp ummæli forystumanna ríkisstjórnarflokkanna, Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrir kosningarnar í fyrra þar sem fullyrt var að skattar á vinnandi fólk yrðu ekki hækkaðir.

„Mikið hefði nú verið gott hefðu þær staðið við loforðin sín,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fær ekki afhenda samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenda samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

CCP streymir úr eldfjalli

CCP streymir úr eldfjalli
Fréttir
Í gær

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útiloka ekki að um einhvers konar árás sé að ræða

Útiloka ekki að um einhvers konar árás sé að ræða