fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 21:46

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Mohamed Hicham Rahmi sem í félagi við þrjá aðra sakborninga flutti um tvö kíló af kókaíni til landsins sumarið 2023.

Fíkniefnin sem flutt voru til landsins voru falin í tveimur pakkningum inni í tölvuturni, sem pakkað var í pappakassa ásamt tölvuskjá, en sendingin kom hingað til lands með hraðsendingafyrirtækinu FedEx frá Bandaríkjunum. Fíkniefnin fundust fimmtudaginn 20. júlí við eftirlit tollvarða í aðstöðu tollgæslunnar í vöruhúsi Icetransport að Selhellu 9 í Hafnarfirði og lagði lögreglan hald á fíkniefnin sama dag, rannsakaði þau og skipti þeim út fyrir gerviefni sem komið var fyrir inni í tölvuturninum, ásamt hlustunarbúnaði og kom pakkanum fyrir á starfsstöð Fedex að Selhellu 9 í Hafnarfirði til afhendingar

Mohamed kom að skipulagningu innflutningsins og var í samskiptum við óþekktan mann eða menn í gegnum samskiptaforritið Telegram, tímabilin 5. júlí til 18. júlí og 19. júlí til 24. júlí 2024, auk þess sem hann gaf konu einni og tveimur öðrum sakborningum peninga, fyrirmæli og leiðbeiningar, munnlega og í gegnum aðrar samskiptaleiðir varðandi fyrirkomulagið við sækningu pakkans, allt frá aðdraganda þess að pakkinn var sóttur og þar til ákærðu voru handtekin.

Konan átti, gegn peningagreiðslu og að undirlagi Mohamed, að útvega mann til að sækja pakkann, og fór síðan þriðjudaginn 25. júlí ásamt Mohamed, í bifreið í Mjódd í Reykjavík, þar sem þau hittu tvo aðra sakborninga og afhentu þeim peninga til að greiða fyrir pakkann.

Bræður undir lögaldri sóttu pakkann

Tveir sakborningar, bræður, sem voru undir lögaldri þegar brotin voru framin, 15 og 17 ára,  og því ekki nafngreindir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, voru ákærðir fyrir að taka við peningum, fyrirmælum og leiðbeiningum frá Mohamed og konunni munnlega og í gegnum aðrar samskiptaleiðir, allt frá aðdraganda þess að pakkinn var sóttur og þar til ákærðu öll voru handtekin.

Fjórmenningarnir hittust í Mjóddinni, þaðan keyrðu bræðurnir með leigubifreið að starfsstöð Fedex í Hafnarfirði þar sem annar þeirra fór inn á starfsstöðina, sneri til baka og fór hinn þá inn til að sæja pakkann. Fjórmenningarnir hittust því næst við Breiðholtskirkju við Mjódd í Reykjavík, samkvæmt fyrirmælum frá ákærðu Mohamed og konunni, þar sem annar bræðranna yfirgaf leigubifreiðina, með pakkann meðferðis, fór að kirkjunni þar sem hann opnaði pakkann, henti tölvuturninum í ruslatunnu, gekk að hvítri BMW bifreið sem staðsett var á bifreiðastæði við Breiðholtskirkju, og ræddi þar við Mohamed og konuna. Þau þrjú voru síðan handtekin við kirkjuna, en hinn bróðirinn var handtekinn í leigubifreið á Miklubraut við Klambratún.

Áður dæmdur fyrir alvarleg fíkniefnabrot

Sem fyrr segir var Mohamed dæmdur í Hérðasdómi Reykjaness í fjögurra ára fangelsi fyrir þetta brot en Landsréttur þyngir dóminn og bætir við hann sex mánuðum. Horfir Landsréttur til þess að brotin fólust í því að flytja mikið magn sterkra fíkniefna til landsins og að Mohamed hefur áður verið fundinn sekur um fíkniefnabrot hér á landi. Var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2021. Honum var veitt reynslulausn tveimur árum síðar en braut gegn skilorði reynslulausnarinnar með þessu broti.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Í gær

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“