fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 10:30

Almennir borgarar í Bosnú. Mynd: BBC/AP.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theódór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir það ekki sérlega flókið að útskýra af hverju fólk greiðir fyrir að fá að drepa aðra einstaklinga. Dópamínkerfi heilans sé að baki þessum hvötum.

„Þetta hefur að gera með syndróm sem er kallað hedonic adaptation eða á íslensku hamingjuaðlögun. Og hefur í raun og veru að gera með það að dópamínkerfi heilans bregst við því sem okkur finnst spennandi og ánægjulegt. En síðan eftir því sem að áreitið verður oftar, þá hættir það að hafa áhrif og hættir að vera gaman. Svona svipað og ef að maður á 20 ótrúlega flotta bíla og kaupir sér þann 21., þá hefur það engin áhrif á hann. Þegar að við venjulega fólkið myndum kannski bara vera himinlifandi að fá að eiga einn góðan bíl. Þá hættir þetta bara að hafa áhrif,“ 

segir Theódór í samtali á Bítinu á Bylgjunni þar sem þáttastjórnendur Lilja og Heimir velta fyrir sér frétt BBC um að efnaðir Ítalir eru sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju. Vísa þau í að BBC segir nú túristum boðið að skjóta fólk; Italy investigates claims of tourists paying to shoot civilians in Bosnia. Kallar Heimi þetta Sniper-túrisma.

Vísir fjallaði um málið í gær, þar sem sagði að ákæruvaldið í Mílanó hefur hafið rannsókn á ásökunum um að einstaklingar frá Ítalíu hafi greitt hermönnum Radovan Karadžić, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, fyrir að fá að koma og skjóta og drepa almenna borgara í Sarajevo. Yfir 10.000 manns eru sagðir hafa verið drepnir í Sarajevo í árásum á árunum 1992 til 1996, meðal annars af leyniskyttum sem drápu börn, konur og menn af handahófi.

„Sem sagt, það er ekki bara Ítölum sem var boðið, ríkum Ítölum, heldur bara Evrópubúum.

Og margir sáu greinilega boðið, eða það er allavegana verið að rannsaka það. Maður náttúrulega skilur ekki hvers konar þankagangur er þarna á ferðinni. Er hægt að útskýra hverslags hvatir liggja þarna að baki?“ segir Lilja.

Theódór útskýrir að þetta þróast þannig að „þú þarft alltaf að sjá meira og meira til þess að dópamínframleiðsla heilans verði þannig að þetta verði hreinlega ánægjulegt. Og þá leiðast menn, karlar og konur og allt þar á milli, út í hluti sem að eru óskiljanlegir. En það sem er kannski sorglegt við þetta er að í grunninn er þetta bara venjulegt fólk sem langar að hafa skemmtilegan tíma. En þegar það er út í svona óhemju öfgar og og bara fyrirlitlegar aðgerðir til þess eins að reyna að fá að hafa örlítið skemmtilegt.“

Aðspurður um hvernig er hægt að réttlæta svona fyrir sjálfum sér segir Theódór að vitað sé út frá fjölda rannsókna að hlutir eins og völd og peningar slæva siðferðiskenndina smám saman.

„Það hættir að hafa gildi það sem að hafði áður gildi. Og ég held að við erum fljót að fordæma svona að sjálfsögðu. En við erum samt ekkert í minni hættu við að geta orðið fyrir þessum áhrifum ef við myndum ekki gæta að grunntengingu við okkur sjálf og við gildin okkar dags daglega.“

Af hverju býður fólk upp á þjónustu sem þessa?

Heimir segir hinn endinn á spýtunni vera þá sem bjóði upp á þjónustu sem þessa og spyr hvernig fólki detti það í hug.

„Þar er vonin um meiri pening, meiri gróða til þess að reyna að fylla upp tómlæti. Þetta snýst alltaf um innri tómleika. Þetta snýst alltaf um að maðurinn er þá ekki tengdur við gildin sín og við sig sjálfan. Það snýst um að lífinu vantar tilgang, lífinu vantar merkingu.“

Maðurinn með yfirburði yfir önnur spendýr

Theódór segir þetta veikleikann við yfirburði mannsins miðað við önnur spendýr.

„Maðurinn hefur yfirburði yfir önnur spendýr, sem að við getum nýtt til góðs, en þarna eru menn komnir svo langt, langt, langt út fyrir öll almenn mörk. Það sem er svo áhugavert að bara að reyna að muna, þetta hefur að gera með tengingu okkar við okkur sjálf og við núvitundina í okkur sjálfum. Og þetta hefur líka með að gera, ef við myndum fara út í, hvernig er hægt að breyta þessu? Maður er kominn á þennan stað og kannski farinn að gera hluti sem að maður vill bara alls ekki gera. Við getum notað bara það eitt sem er ekkert óalgengt í íslensku samfélagi. Menn sjúga kókaín í nefið vegna þess að lífið er ekki nógu skemmtilegt. Hvernig geta menn breytt þessu? Og það hefur að gera þá með, getum við bara reynt að tengjast okkur sjálfum, tengjast draumveruleikanum okkar og gildunum okkar?“

Heimir bendir á að það séu allir auðugir sem fari þessa leið og spyr því hvort fólk sé einfaldlega misgeðja.

„Já maðurinn er missterkur siðferðislega. Maðurinn er líka misvel tengdur sjálfum sér. Og ég myndi vilja skilja eftir í þessu samtali okkar þennan punkt: Við verðum að vera tengd við okkur sjálf. En maðurinn er ekki sérlega vel tengdur við sjálfan sig. Og það er ekki ástand sem er að batna í samfélaginu í dag. Þú veist, þarna er þetta talað um hluti sem gerðust fyrir 30 árum síðan. Á 30 árum hefur þessi þróun orðið neikvæð. Við erum minna tengd við okkur sjálf núna en við vorum þá að jafnaði.“

Lilja spyr hvernig einstaklingur eigi að vita hvort hann er vantengdur eða ekki. Theódór segir viðkomandi alltaf vita og finna fyrir að það sé tómleiki innra með honum.

„Það er tómleiki er innra með þér og þú ert alltaf að reyna að finna einhverja leið til þess að fylla þennan tómleika. Það vantar eitthvað í lífið. Ég myndi þora að giska á 80%, þetta er yfirgnæfandi meirihluti fólks sem upplifir stanslausan tómleika. Og þess vegna erum við alltaf að reyna að sækjast eftir einhverju æðra. Minnkum aðeins spekúleringarnar og segjum bara á vinnustað. Það er einhver sem kemur með nýjasta símann. Og og þá er allt í einu minn gamli sími orðinn ekki nógu góður og ég bara verð að fá nýja símann. Þetta sjáum við til dæmis bara hjá unglingunum okkar, hjá krökkunum. Nágranninn kemur á nýjum flottum bíl og þá er þinn gamli bíll ekki lengur nógu ofur góður. Þessi tómleiki, hann snýr að hvað er að gerast innra með þér. Og þegar að Harvard háskóli rannsakar hvað er hamingja, sem við erum öll að keppast við að ná í alla daga, þá segi ég að eitt meginprinsipp, meginstólpinn í að vera hamingjusamur er að vera þakklátur. En í þessu umhverfi verð ég aldrei þakklátur. Ég er ekki þakklátur fyrir það sem ég hef og þá kemur bara tómleiki.“

Thedór segir að ættir að venja sig á að stunda þakklæti daglega, morgna sem kvöld. Það geri hann á hverjum degi: þakkar fyrir það sem hann hefur, konun, börnin, vinnuna.

Ég er þakklátur fyrir ótrúlega margt, en ef ég minni mig ekki á það, þá getur áreitið í daglega lífinu mínu hreinlega fennt yfir það fyrir hvað ég er þakklátur. Ég legg til að fólk skrifi niður þrjú atriði á dag sem það er þakklátt fyrir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorleifur Kamban er látinn

Þorleifur Kamban er látinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann
Fréttir
Í gær

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru