

Meðferðarhundurinn Benji er hluti af endurhæfingarteyminu á Landakoti. Hann gegnir mikilvægu hlutverki við að auka virkni þeirra sem þurfa á endurhæfingu og iðjuþjálfun að halda og er afar vinsæll meðal sjúklinga og starfsfólks.
Sandra Gaspar Canico, starfsmaður í iðjuþjálfun á Landakoti og eigandi Benji, segir starfsfólks Landakots ekki bara einbeita sér að líkamlegri heilsu sjúklinga heldur einnig andlegri. Það sé mikilvægt fyrir sjúklingana.
„Sjúklingar verða jákvæðari, fara fyrr heim og eru virkari í ýmis konar iðju. Benji er mikilvægur til þess að örva sjúklingana.“
Sem dæmi tekur hún deild L4 sem er fyrir fólk með heilabilun. „Við förum oft í göngutúra og Benji kemur með jákvæðnina með sér. Einn sjúklingur sem Benji heimsótti sagði: „Þú bjargaðir deginum.
Hún segir Benji tilbreytingu í deginum sem hvetji fólk til að fara úr rúminu og fram á deild. „Þetta er mikilvægt til að bæta andlega heilsu þeirra.
Gerir mikið fyrir sjúklinginn, róandi. Það var einn sjúklingur mjög pirraður sem gleymdi hvað vandamál sitt var þegar hann hélt á Benji.“
„Ég hef alltaf verið voða gefinn fyrir skepnur. Þetta er alveg ómetanlegt,“ segir Halldór Þorsteinsson sjúklingur á Landakoti.