fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. október 2025 11:30

Banaslys hafa orðið í Reynisfjöru.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland var árið 2024 talið öruggasta land fyrir ferðamenn í öllum heiminum. Á nýjum lista er Ísland hins vegar aðeins í fjórða sæti.

Listinn er gefinn úr árlega af ferðatryggingafyrirtækinu Berkshire Hatahaway Travel Protection. Það er hvaða lönd eru öruggust til að ferðast til.

Er horft til ýmissa þátta, svo sem glæpatíðni, gæði heilbrigðisþjónustu, neyðarþjónustu og fleira.

Á nýjum lista er Holland í efsta sæti. En landið var ekki á meðal efstu tíu á síðasta ári.

„Holland, sem er þekkt fyrir friðsælt andrúmsloft, lága glæpatíðni og öflugt heilbrigðiskerfi, hefur hlotið titilinn öruggasta landið til að heimsækja árið 2026,“ segir í umfjöllun um listann.

Eins og áður segir þá hefur Ísland hrunið úr efsta sætinu niður í það fjórða. En nokkuð hefur verið um slys ferðamanna undanfarið. Reykjavík er hins vegar enn þá talin öruggasta borgin fyrir ferðamenn.

„Ísland er einnig þekkt fyrir sterkt velferðarkerfi og viðbúnað til að takast á við náttúruhamfarir eins og jarðskjálfta og eldgos. Þótt stórbrotið landslag Íslands geti virst ógnvekjandi, þá tryggja öryggisráðstafanir, góð lífskjör og skilvirk neyðarþjónusta að ferðamenn geti skoðað landið með öryggi,“ segir í umfjölluninni.

Topp 10 listinn er eftirfarandi:

  1. Holland
  2. Ástralía
  3. Austurríki
  4. Ísland
  5. Kanada
  6. Nýja Sjáland
  7. Sameinuðu arabísku furstadæmin
  8. Sviss
  9. Japan
  10. Írland
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Fékk skrúfu í pylsuna
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Í gær

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum