fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fréttir

Bæjarstjóri ósáttur við skoðanakönnun um Þjóðkirkjuna – „Þetta er áhyggjuefni“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 14. október 2025 12:30

Pétur var áður biskupsritari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðis og fyrrverandi biskupsritari, gagnrýnir skoðanakönnun Prósents um aðskilnað ríkis og kirkju þar sem kom fram að meirihluti væri hlynntur honum. Segir hann kirkjuna þegar vera sjálfstæða og að hún njóti ekki alltaf sannmælis í umræðunni.

Samkvæmt könnuninni eru 52 prósent hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, 27 hvorki né en aðeins 21 prósent á móti.

Einkum er það yngra fólkið sem er hlynnt aðskilnaði. Til að mynda 71 prósent svarenda í yngsta aldurshópunum, það er 18 til 24 ára. Elsta fólkið er á hinum endanum, en þó er meirihluti þeirra einnig hlynnt aðskilnaði. Það er 35 prósent á móti 34 prósentum í aldurshópnum 65 ára eða eldri.

Þegar kemur að stjórnmálaskoðunum eru kjósendur Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar hlynntastir aðskilnaði. Aðeins kjósendur eins flokks, Sjálfstæðisflokksins, eru frekar á móti aðskilnaði ríkis og kirkju.

Kirkjan sé sjálfstæð

Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði sem starfaði sem biskupsritari árin 2019 til 2024, telur þessa könnun hins vegar vera óskýra og ekki varpa ljósi á afstöðu fólks til Þjóðkirkjunnar.

„Nú er þjóðkirkjan bæði sjálfstæð um innri mál og fjármál. Breytingar sem urðu að veruleika í tíð sr. Agnesar, biskups. Þjóðkirkjan er því sjálfstæð,“ segir Pétur í færslu á samfélagsmiðlum og vitnar í könnunina.

Eftir standi ákvæði um Þjóðkirkjuna í stjórnarskrá, sem þjóðin hafi kosið um á sínum tíma og verið samþykk. Það hafi lítið með sjálfstæði kirkjunnar að gera. Einnig nýlega breytt lög um Þjóðkirkjuna.

„Hvort prósenta sé ekki meðvituð um þessar breytingar kann ég ekki að útskýra en í ljósi þessa en spurningin sem borin er upp í könnuninni óskýr og ekki góð til að varpa ljósi á afstöðu fólks til þjóðkirkjunnar,“ segir Pétur.

Ekki sanngjörn umræða

Pétur telur að ekki sé alltaf fjallað á sanngjarnan hátt um Þjóðkirkjuna í þjóðfélagsumræðunni.

„Stundum læðist að manni grunur að þessi sögulega og kerfismikilvæga stofnun njóti ekki ekki alltaf sannmælis umræðunnar og fagdeiglunnar. Hvort það er að fordómum eða af þekkingarleysi veit ég ekki. En þetta er áhyggjuefni,“ segir hann. „Í ljósi mikilvægi og umfangs kirkjunnar í nærþjónustu samfélaga er áríðandi að hún sé mæld rétt, faglega og af sanngjarnan hátt. Það er samfélaginu til heilla.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eldur logar á Siglufirði

Eldur logar á Siglufirði
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Í gær

Haraldur vonlítill um að hægt sé að snúa þróuninni við – „Margir telja að nú sé að draga úr straumnum“

Haraldur vonlítill um að hægt sé að snúa þróuninni við – „Margir telja að nú sé að draga úr straumnum“
Fréttir
Í gær

Náði ekki að klára áfanga við Háskóla Íslands og missti þannig réttinn til fæðingarstyrks námsmanna

Náði ekki að klára áfanga við Háskóla Íslands og missti þannig réttinn til fæðingarstyrks námsmanna
Fréttir
Í gær

Umdeilt einbýlishús fær að rísa á Seltjarnarnesi – Átti upphaflega að vera sambýli – Eitt orð hafði úrslitaáhrif

Umdeilt einbýlishús fær að rísa á Seltjarnarnesi – Átti upphaflega að vera sambýli – Eitt orð hafði úrslitaáhrif
Fréttir
Í gær

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu