fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
Fréttir

Sameiningarviðræðum HA og Bifrastar slitið eftir um tveggja ára þreifingar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. október 2025 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sameiningarviðræðum milli Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst hefur verið slitið. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Bifrastar, sendi nemendum nú fyrir stundu en þar kemur fram að háskólaráð HA hafi ákveðið að slaufa viðræðunum.

Viðræðurnar voru settar í gang í byrjun árs 2024 eftir í  kjölfar fýsileikagreiningar á mögulegri sameiningu. Sitt sýndist hverjum um þessar hugmyndir og hafa þær víða verið gagnrýndar.

Frá því fýsileikaskýrsla um mögulega sameiningu var birt í janúar 2024 hafa viðræðurnar verið undir innri og ytri þrýstingi sem gerði báðum háskólum erfitt um vik. Skilyrði til háskólasameiningar hafa af þeim sökum ekki verið sem ákjósanlegust. Nú er ljóst að háskólaráð HA hefur ákveðið að slíta sameiningarviðræðum. Þó þessi sameining hafi ekki gengið eftir munum við hjá Háskólanum á Bifröst áfram leggja okkar af mörkum til einföldunar, eflingar og styrkingar á  háskólaumhverfi á Íslandi,“ segir í skeyti rektors.

Segist hún fullviss um að vinnan við sameiningarviðræðurnar muni nýtast skólanum vel í stefnumótun í nánustu framtíð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Bylgjunni þegar Stefán Einar og Margrét tókust á – „Þú ert ekki að stjórna þessum þætti, Stefán Einar“

Sauð upp úr á Bylgjunni þegar Stefán Einar og Margrét tókust á – „Þú ert ekki að stjórna þessum þætti, Stefán Einar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir unnið að því að koma áhöfnum fimm véla heim – Vinnumálastofnun býr sig undir stóra tilkynningu

Einar segir unnið að því að koma áhöfnum fimm véla heim – Vinnumálastofnun býr sig undir stóra tilkynningu