Vísindamönnum frá Oregon-háskóla hefur nú tekist að búa til lífvænlegt egg úr húðfrumum einstaklings. Aðferðin gæti orðið til þess að konur, sem geta ekki framleitt heilbrigð egg af einhverjum ástæðum, til dæmis eftir krabbameinsmeðferðir, geti þrátt fyrir það eignast sín líffræðilegu börn. Eitthvað sem er ómögulegt í dag.
Aðferðin er þó algjörlega á frumstigi og þarfnast frekari rannsókna en henni hefur þó verið lýst sem gríðarlegu framfaraskrefi.