fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fréttir

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna þvert á flokka og á öllum aldri vill einkunnir í tölustöfum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. október 2025 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vilja 88 prósent landsmanna að einkunnir í íslenskum skólum séu gefnar í tölustöfum. Það er sérstaklega unga fólkið sem er hrifið af tölustöfum en 93,2 prósent svarenda á aldrinum 18-29 ára vilja tölustafi samanborið við 82 prósent svarenda á aldrinum 40-49 ára.

Aðeins 2,6 prósent svarenda vilja bókstafi en 9,4 prósent telja það ekki skipta máli hvort einkunnir séu gefnar í tölu- eða bókstöfum.

Fjöldi svarenda sem tók afstöðu var 924.

Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eru hrifnastir af tölustöfunum en 97,6 prósent Miðflokksmanna vilja tölustafi og 96,6 prósent Sjálfstæðismanna. Píratar og Vinstri Grænir eru minnst hrifnir af tölustöfunum en aðeins 77,1 prósent Pírata vilja tölustafi og 78,1 prósent Vinstri Grænna.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin fór fram dagana 15. til 19. september og voru svarendur 990 talsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sjötíu hálfvilltum íslenskum hrossum bjargað í Bretlandi – Illa haldin og eignuðust folöld eftirlitslaust

Sjötíu hálfvilltum íslenskum hrossum bjargað í Bretlandi – Illa haldin og eignuðust folöld eftirlitslaust
Fréttir
Í gær

Biður fólk að velta því fyrir sér hvaða hlutverk það hefði leikið í helförinni – „Þarft að spyrja þig hvar þú fórst út af sporinu“

Biður fólk að velta því fyrir sér hvaða hlutverk það hefði leikið í helförinni – „Þarft að spyrja þig hvar þú fórst út af sporinu“
Fréttir
Í gær

Sigríður Hrund kallar á úrbætur frá Kópavogsbæ – 10 ára dóttir mín spurði „Hvernig á ég að komast heim?“

Sigríður Hrund kallar á úrbætur frá Kópavogsbæ – 10 ára dóttir mín spurði „Hvernig á ég að komast heim?“
Fréttir
Í gær

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“