fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Svavar Knútur um uppsögn öryggisvarðarins í þinghúsinu – „Úthýsa verkefnunum til andlitslausra verktaka“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 8. október 2025 08:00

Svavar Knútur lagði orð í belg um uppsögn öryggisvarðar og útvistun gæslunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur segir brottrekstur Securitas starfsmanns eftir atvik í þinghúsinu lýsandi fyrir nýfrjálshyggju og stéttasnobb. Með útvistun verkefna sem öryggisgæslu sé ábyrgðin færð frá stofnuninni.

Á mánudag var greint frá því að karlmaður hafi verið handtekinn eftir að hafa dvalið í Alþingishúsinu yfir nótt í leyfisleysi. Maðurinn olli engu tjóni á munum eða innréttindum þinghússins en engu að síður hefur atvikið verið litið alvarlegum augum. Hefur meðal annars Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingforseti, lýst áhyggjum sínum á því.

Gæslunni útvistað og þingvörðum fækkað

Í gær, þriðjudag, var svo greint frá því að öryggisvörður frá Securitas hafi verið rekinn og að verklagið verið yfirfarið. En manninum sem dvaldi í þinghúsinu hafði tekist að sannfæra öryggisvörðinn að hann ætti í erindi í húsinu eftir að hafa laumað sér inn um ólæstar dyr. Það var ekki fyrr en í vaktaskiptum sem brugðist var við og maðurinn handtekinn.

Í frétt RÚV kemur fram að öryggisgæslu í þinghúsinu hafi verið útvistað til Securitas fyrir ári síðan. Í stað tveggja þingvarða sé nú aðeins einn á vakt um nótt.

Ábyrgðin færð úr stofnuninni

„Sjaldan, ef aldrei, hef ég séð snilld nýfrjálshyggjunnar afhjúpaða eins snoturlega og akkúrat þarna,“ segir Svavar Knútur í færslu á samfélagsmiðlum. Það er varðandi útvistun öryggisgæslunnar og fækkun þingvarða.

„Einmitt. Ábyrgðin færð úr stofnuninni yfir á fyrirtæki sem snýst ekki um neitt annað en excelskjöl,“ segir Svavar. „Fækka þingvörðum, húsvörðum, skúringafólki sem nýtur þess að vera hluti af stofnun og finnur til ábyrgðar gagnvart henni og úthýsa „verkefnunum“ til andlitslausra verktaka svo það þurfi ekki lengur að kalla eitthvað óháskólamenntað lið “samstarfsfólk”. Þetta er svo dásamlega mikill kjarni stéttasnobbsins og skammsýninnar sem einkennir þessa glötuðu stefnu.“

Taka margir undir með Svavari Knúti. Meðal annars Bjarni Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Siðmenntar, og fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar