fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Fréttir

Þorbjörg boðar harðari aðgerðir gegn skipulögðum glæpahópum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. október 2025 10:00

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Mynd: Stjórnarráð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skipulögð glæpasamtök eru ógn við samfélagið allt,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í grein þar sem hún leggur áherslu á að stjórnvöld muni bregðast af krafti við aukinni glæpastarfsemi.

Þorbjörg Sigríður skrifar grein á Vísi þar sem hún fer yfir þetta en í grein hennar kemur fram að skipulögð glæpasamtök grafi undan kerfinu, kosta ríkissjóð mikið, skerða samkeppnishæfni heiðarlegra fyrirtækja og ógna öryggi almennings.

„Við munum taka á glæpum og glæpahópum af þunga. Við viljum að erlendum glæpamönnum sé brottvísað af landinu og sæti endurkomubanni,“ segir hún.

Alþjóðlegt samstarf lykilatriði

Þorbjörg leggur áherslu á að einangrunarhyggja dugi ekki í baráttunni gegn glæpastarfsemi. „Flestir glæpahópar eru fjölþjóðlegir. Það nægir því ekki að rannsaka brot eingöngu hér heima á Íslandi heldur þarf að vinna þvert á landamæri – rétt eins og glæpahóparnir,“ segir hún og bendir á að Europol gegni þar lykilhlutverki.

Þorbjörg bendir á að nýlegar afhjúpanir, til dæmis umfjöllun Kveiks um snyrtistofur, hafi sýnt veikleika í dvalarleyfiskerfinu. Hún nefnir sérstaklega misnotkun á svokölluðum „sérfræðidvalarleyfum“ sem fjallað hefur verið um.

„Glufur í kerfinu hafa leitt af sér svigrúm sem fólk hefur notfært til að flytja inn fólk í bágborinni stöðu – fólk sem er háð atvinnurekanda sínum því leyfið er skilyrt á vinnustað,“ segir hún.

Hyggst Þorbjörg leggja fram frumvarp á Alþingi á vorþingi til að loka þessum glufum og taka á öðrum ágöllum í dvalarleyfiskerfinu.

Lögregla fái aukið bolmagn

Aðgerðir lögreglu og heilbrigðiseftirlits gegn misnotkun á vinnuafli hafa þegar skilað árangri, að sögn Þorbjargar. Þannig séu 17 eigendur nagla- og snyrtistofa sakborningar í rannsókn. „Þessi mál eru vitaskuld enn til rannsóknar, en tölurnar geta þó sagt okkur hversu mikilvægt það er að lögregla hafi burði til að sinna kraftmikilli frumkvæðisvinnu,“ segir hún.

Þorbjörg bendir einnig á að lögreglan hafi sýnt styrk sinn gagnvart mótorhjólagengjum á borð við Vítisengla, sem Europol skilgreinir sem skipulögð glæpasamtök. Því verkefni sé ekki lokið.

Þorbjörg segir að fjölga þurfi lögreglumönnum, loka glufum, efla alþjóðlegt samstarf og styrkja landamæraeftirlit. „Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr: Glæpamenn eiga ekki að fá að athafna sig óáreittir í íslensku samfélagi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu
Fréttir
Í gær

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester
Fréttir
Í gær

Stefnir í samdrátt í Vestmannaeyjum vegna gjaldtöku á skemmtiferðaskip

Stefnir í samdrátt í Vestmannaeyjum vegna gjaldtöku á skemmtiferðaskip
Fréttir
Í gær

Bandarískir Costco viðskiptavinir öfundsjúkir út í þá íslensku út af þessu – „Þetta lítur út fyrir að vera ljúffengt“

Bandarískir Costco viðskiptavinir öfundsjúkir út í þá íslensku út af þessu – „Þetta lítur út fyrir að vera ljúffengt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjuggu til lífvænlegt egg úr húðfrumu einstaklings

Bjuggu til lífvænlegt egg úr húðfrumu einstaklings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri Snær svarar Stefáni Einari fullum hálsi: „Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið“

Andri Snær svarar Stefáni Einari fullum hálsi: „Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið“