fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2025 08:30

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem pirrings gæti í garð Vladímír Pútíns meðal rússneskra herforingja og hjá rússnesku elítunni.

Þetta kemur fram í greiningu frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War (ISW) sem segir að háttsettir herforingjar og elítan séu ósátt við tilraunir Pútíns til að heyja allsherjarstríð í Úkraínu af hálfum hug og hafi vaxandi áhyggjur af hvenær forsetinn muni binda enda á stríðið.

Heimildarmenn innan stjórnarinnar, þingsins og á lægri stigum segi að elítan sé orðin mjög þreytt á að bíða eftir að stríðinu ljúki og hafi orðið fyrir vonbrigðum með forsetann. Þess utan hefur elítan miklar áhyggjur af langtímaáhrifum refsiaðgerða Vesturlanda á rússneskan efnahag.

Ríkisstjórnin er ekki sögð hafa neina framtíðarsýn fyrir hvað taki við í Rússlandi að stríðinu loknu. Það er einnig sagt geta skipt miklu máli fyrir ríkisstjórnina hvernig stríðinu lýkur ef hún er ekki með neina skýra pólitíska stefnu fyrir Rússland þegar stríðinu lýkur.

Háttsettir herforingjar eru sagðir verða sífellt pirraðri á að hafa ekki nægan mannafla og hergögn til að heyja stríðið og telja að Pútín verði að grípa til herkvaðningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda