fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2025 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Femíniskí aðgerðahópurinn Öfgar heyrir sögunni til en hópurinn tilkynnti þetta á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi.

„Öfgar kveðja aktívismann. Það er alltaf erfið ákvörðun að kveðja það sem þú hefur lagt líf, sál og heilsuna þína í. Sagan segir okkur þó að þegar samfélagið þarf á því að halda að þá verður til nýtt feminískt afl. Við erum stoltar af okkar framlagi og við erum þakklátar fyrir allan þann stuðning og traust sem okkur var úthlutað,“ segir í færslunni.

Hópurinn hefur verið áberandi á undanförnum árum í umræðunni um kynbundið áreiti og ofbeldi.

„Þetta hefur verið ferðalag hlaðið af tilfinningum, erfiðleikum, gleði, sigrum og stundum sorg. Við viljum minna framtíðina á að gleyma ekki að hafa gaman, muna að fagna öllum þeim sigrum sem þið áorkið og ekki missa sjónar af því að við erum saman í liði hvort sem við vinnum saman í samtökum eða sem einstaklingar,“ segir í færslunni og tekið fram að þeir fjármunir sem félagið átti, þökk sé styrkjendum, hafi runnið til Rótarinnar og Kvennaathvarfsins.

Margir leggja orð í belg undir færslu hópsins á Instagram og þakka fyrir sig.

„Takk fyrir ykkur. Þið rudduð braut fyrir komandi réttlætisljósaperur,“ segir til dæmis áhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Helgi Ómarsson. „Takk fyrir allt,“ segir Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Öfgar (@ofgarofgar)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda