fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. september 2025 17:05

Sigurlína Ingvarsdóttir, meðstofnandi Behold Ventures og stjórnarmaður í Festi, er einn fyrirlesara á ráðstefnunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af hápunktunum í íslenskum markaðsheimi í haust verður Krossmiðlun 2025, ráðstefna um vistkerfi vörumerkja, sem fer fram fimmtudaginn 11. september frá klukkan 8.30–13 á Hótel Reykjavík Grand. 

Viðburðurinn, sem Pipar\TBWA auglýsingastofa stendur fyrir,  beinir sjónum að því hvernig ný tækni, menningarstraumar og samfélagsbreytingar brjóta hefðbundin mörk og umbreyta sambandi fólks við vörumerki. Fyrirlesarar koma úr ólíkum áttum en þeir eru Matthew Moran, yfirmaður stefnumótunar í nýsköpun hjá Omnicom Advertising Group (OAG), Paula Sonne, sérfræðingur í almannatengslum hjá Eleven TBWA í Finnlandi, Petter Høie, var fyrsti starfsmaður Facebook í Noregi og Sigurlína Ingvarsdóttir, meðstofnandi Behold Ventures og stjórnarmaður í Festi. Kemur þetta fram í tilkynningu.

„Krossmiðlun hefur verið vettvangur markaðsfólks frá árinu 2012, þar sem vísir er gefinn að því helsta sem er að gerast í markaðsheiminum; framtíðarstraumum og stefnumótun á sviði vörumerkjasköpunar,“ segir Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri Pipar\TBWA.

Hann segist vonast til þess að sjá fólk úr ólíkum atvinnugreinum á ráðstefnunni, enda muni erindin sem boðið er upp á vera mjög gagnleg þvert á geira. „Ég hvet fólk til þess að koma hvort sem það er stjórnendur í fyrirtækjum eða yfirhöfuð markaðsþenkjandi fólk, frumkvöðlar og þau sem starfa við uppbyggingu sprotafyrirtækja. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að fá innsýn í hvernig alþjóðleg þróun hefur bein áhrif á íslenskt atvinnulíf og hvernig við getum öll nýtt hugmyndir og lausnir framtíðarinnar til að styrkja eigin rekstur og verkefni núna,“ segir Guðmundur.

Ráðstefnan hefst með morgunverði og lýkur með hádegisverði og þar skapast tækifæri til að spjalla og styrkja tengslin. Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur verður ráðstefnustjóri og stýrir umræðum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Í gær

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú