fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Marmítið tekið af föðurnum á flugvellinum – Dóttirin marmítlaus á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 7. september 2025 15:30

Gaman á Íslandi þó ekkert sé marmítið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir breskrar konu sem býr á Íslandi er miður sín eftir að marmíti var tekið af honum í leit á flugvelli. Dóttir hans elskar marmíti en getur ekki keypt það á Íslandi. Feðginin eru bæði miður sín vegna málsins.

Breska blaðið Metro greinir frá þessu.

Faðirinn, Zebedee Massey 59 ára að aldri, ætlaði að færa dóttur sinni, Ben sem er 26 ára, marmíti þegar hann kom til Íslands fyrir skemmstu. Ben elskar marmíti og saknar þess mikið frá Bretlandi en það er ekki selt á Íslandi.

Marmíti er gerþykkni, sem verður til við bjórframleiðslu, dökkt á litinn, þykkt og með mjög sérstöku bragði. Marmíti er yfirleitt smurt í þunnu lagi ofan á brauð.

Mjög leiður

Zebedee var með krukku af marmíti á sér þegar hann var stoppaður í öryggisleit á flugvellinum í Stanstead nærri London og marmítið tekið af honum. Ástæðan var sú að krukkan innihélt 125 grömm, sem er yfir 100 millilítra leyfilegum mörkum til að hafa í handfarangri.

„Þeir kíktu í pokann minn og fundu litla 125 millilítra krukku af marmíti sem ég var að fara með til dóttur minnar af því að hún elskar marmíti,“ sagði niðurbrotinn Zebedee við Metro. „Þeir sögðu að þetta væri of stórt og þeir þyrftu að gera þetta upptækt. Ég var mjög leiður en dóttir mín var leiðari út af þessu. Við fjölskyldan elskum marmíti.“

Hvergi selt

Þá telja Zebedee og Ben að marmítið hefði ranglega verið tekið af honum á flugvellinum. Það er að þykkt marmítis sé 1,3 grömm á millílítra. Sem sagt að krukkan væri aðeins 96 millílítrar og þar með undir mörkum.

Zebedee sagðist elska Ísland, jafn vel þó að hér sé ekki selt marmíti. „Það er ekkert til af því neins staðar. Þeir selja það ekki,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umferðarslys í Kömbunum – Kona flutt á bráðamóttöku

Umferðarslys í Kömbunum – Kona flutt á bráðamóttöku
Fréttir
Í gær

Geirfinnsmálið: Haukur sakar Soffíu um lygar – „Valtýr var mjög vandaður og ábyggilegur embættismaður“

Geirfinnsmálið: Haukur sakar Soffíu um lygar – „Valtýr var mjög vandaður og ábyggilegur embættismaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist: „Þetta er ógnvænleg þróun og óásættanleg“

Diljá Mist: „Þetta er ógnvænleg þróun og óásættanleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitarinnar á Siglufirði – Alblóðugur við Aðalgötu

Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitarinnar á Siglufirði – Alblóðugur við Aðalgötu