Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu fara fram í dag kl. 14:00 um land allt. 185 félög standa að fundunum þar sem íslenska þjóðin sýnir þeirri palestínsku samstöðu og krefur ríkisstjórn Íslands um aðgerðir til að stöðva þjóðarmorð Ísraels í Palestínu.
Komið verður saman í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík.
Dagskrá fundanna í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri:
Reykjavík – Austurvöllur
Fundarstjóri: Birna Pétursdóttir, leikkona
Ræður:
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ
Fida Abu Libdeh, tæknifræðingur og frumkvöðull flytur ræðu skrifaða af Palestínufólki í Palestínu
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE
Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðasókn
Tónlist og ljóðlestur:
Páll Óskar Hjálmtýsson flytur lag
Tabit Lakhda og Rima Nasser spila á oud og syngja Mawtini
Kór og óperusöngvarar flytja verk við texta Dags Hjartarsonar, Hversvegna þessi þögn?
Elísabet Jökulsdóttir flytur tvö ljóð
Akureyri – Ráðhústorg
Fundarstjóri: Drífa Snædal, talskona Stígamóta
Ræður:
Kristín S.Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar
Hildur Eir Bolladóttir, prestur
Katla Ósk Káradóttir, fulltrúi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri
Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara
Edda Björgvinsdóttir leikkona og Hlynur Hallson myndlistarmaður lesa bréf frá Gaza
Tónlist:
Svavar Knútur
Ösp Kristjánsdóttir og Helga Ragnarsdóttir
Prestar í Glerárkirkju standa jafnframt fyrir gjörningi í allan dag þar sem lesin verða nöfn allra barna sem látist hafa í Palestínu og Ísrael frá 7.október 2023. Fjölbreyttur hópur lesara tekur þátt í gjörningnum og hann stendur yfir frá 9:00-12:00 og 16:00-20:00.
Egilsstaðir – Tjarnargarðurinn
Fundarstjóri: Unnur Borgþórsdóttir, hlaðvarpsstjórnandi
Ræður:
Halla Gunnarsdóttir, formaður VR
Þorgeir Arason, sóknarprestur á Egilsstöðum
Þórunn Ólafsdóttir flytur ræðu samda af Palestínufólki í Palestínu
Tónlist:
Nanna Imsland, flytur lag
Margrét Lára Þórarinsdóttir, flytur lag
Ísafjörður – Silfurtorg
Fundarstjóri: Bryndís Friðgeirsdóttir, kennari
Ræður:
Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði
Aðalbjörg Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Ljóðlestur:
Nadja Sophie Teresa Widell flytur ljóð